Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 60

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 60
 Þjóðmál haust 2013 59 framleiðslu Þjóðverja í þýzkum sparnaði erlendis við hrun fjármálakerfisins 2008, og í öðru lagi er eignastaða þýzks almennings miklu lakari en suðrænu þjóðanna í Evrópu þar sem húsnæðiseign er mun fátíðari í Þýzkalandi en í Suður­Evrópu . Miðgildi nettó eignarstöðu á heimili er með eftir­ farandi hætti í nokkrum Evrópulöndum í milljónum íslenzkra króna: Spánn – 29 Ítalía – 27 Frakkland – 18 Grikkland – 16 Austurríki – 12 Þýzkaland – 8 Uppeldishlutverk Þjóðverja í Evrópu Þýzkir ráðamenn líta svo á að lykillinn að efnahagsárangri felist í öflugum útflutn ings­ fram leiðslu fyrirtækjum . Í stuttu máli felist lækning evrusvæðisins í því að feta í fót­ spor Þjóðverja . Það kann vel að vera rétt hjá þeim, en þar eru þó ýmis ljón á veginum . Þjóðverjar verða að ganga hægt um gleð innar dyr . T .d . reyndist eftirfarandi fullyrðing eins af framámönnum CDU, Volkers Kauder, fara fyrir brjóstið á ýmsum forkólfum utan Þýzkalands: „Evrópa talar nú þýzku“! Vandamál Evrópu er að Þjóðverjar eru enn ekki farnir að taka ábyrgð á örlögum Evrópu, þ .e .a .s . þeir líta enn ekki á sig sem forysturíki Evrópu sem beri við stefnumótun fyrir land sitt að taka mið af hagsmunum annarra Evrópuríkja, einkum evruríkjanna . Þeir þyrftu t .d . núna að hvetja til aukinnar neyzlu heima fyrir og minni sparnaðar . Slíkt á ekki mikinn hljómgrunn á meðal lands­ manna, m .a . vegna þess að þeir eru að spara til elliáranna . Þetta er þeim nauðsyn af því að fæstir Þjóðverjar búa í eigin húsnæði og lífeyriskerfi þeirra er gegnumstreymiskerfi, sem stendur á brauðfótum vegna fækkunar á vinnumarkaði og fjölgunar eldri borgara . Utanríkisviðskipti Tæknikunnátta, tækniþróun og nýting tækninnar er grundvöllur árangurs þýzkra fyrirtækja á borð við Siemens, Bosch og BMW á útflutningsmörkuðum . Hlut­ deild framleiðslufyrirtækja af vergri lands­ framleiðslu er hæst í Þýzkalandi á meðal þróaðra ríkja og útflutningur stendur undir helmingi hagvaxtarins, sem er hærra en annars staðar . Jákvæður jöfnuður utan­ ríkisviðskipta nemur 188 milljörðum evra á ári eða 7% af vergri landsframleiðslu . Þetta er heimsmet í evrum talið og hlutfallið er á meðal hins hæsta sem þekkist . Allt þetta ætti að verða leiðarljós Íslendinga við hagstjórn . Ef hagkerfi í vandræðum klofna frá evru­ svæðinu og hverfa til eigin myntar á ný, þá mun gengi evrunnar hækka og draga úr jákvæðum jöfnuði á utanríkisviðskiptum Þjóðverja . Að óbreyttu er því hins vegar spáð að frá 2013 til 2025 muni útflutningur A ð kröfu Þýzkalands var samn­ingum ESB breytt þannig í marz 2012, að evruríkin skyldu setja „skuldahemil“ í stjórnarskrár sínar að fyrirmynd Þýzkalands árið 2009, svo að óleyfilegt yrði að reka ríkissjóð með kerfis halla, þ .e . halla að vaxtakostnaði slepptum . Hvers vegna er lítt áberandi í annars þarf­ litlum umræðum hérlendis um stjórnar skráarbreytingar að fylgja for dæmi Þjóðverja að þessu leyti? Slíkar breytingar eru þó jafnvel brýnni á Íslandi en í Þýzkalandi .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.