Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 65

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 65
64 Þjóðmál haust 2013 líka orðið fyrir áhrifum af löndum sínum, heimspekingunum Adam Smith og David Hume . Smith hafði skýrt, hvers vegna margt gat verið skipulegt án þess að vera skipulagt, og kallaði hann það „ósýnilegu höndina“ . Hume hafði í Samræðum um trúarbrögðin fært sterk rök gegn hinni hefðbundnu sköpunarkenningu, sem var í fæstum orðum sú, að sköpunarverk krefðist skapara .4 Erfðir og menning Þróun og eðli einnar dýrategundar, manns ins, var meginumræðuefnið á þessu svæðis þingi Mont Pèlerin­sam­ takanna . Fyrirlesar ar á þinginu brugðu upp stórfróðlegri og ótrúlegri mynd af þróun þessarar tegundar, sem kallar sig hina viti bornu veru, homo sapiens . Hún á sennilega uppruna sinni í Afríku sunnanverðri . Fyrir því eru tvenn rök . Fundist hafa eld­ forn mannabein þar, en auk þess er erfða­ efni manna sundurleitara á þeim slóð um en annars staðar, og eitt lögmál erfða­ fræðinnar er, að því sundurleitara sem erfða efni tegundar er á einhverjum stað, því lengur hefur hún dvalist þar . En fyrir um hundrað þúsund árum lögðu hópar af þessari dýrategund land undir fót og námu fyrst Arabaskaga og héldu síðan norður og austur yfir til Austurálfu . Talið er, að fyrstu mennirnir hafi komið til Indlands og Kína fyrir um 60 þúsund árum, en til Norðurálfu fyrir um 35–40 þúsund árum . Í Norðurálfu hittu þessir suðrænu forfeður okkar fyrir Neanderdalsmenn, og sýnir erfðaefni Evrópubúa, að þeir hafa eitthvað blandast þeim, en frumbyggjar annars staðar í heiminum hafa ekki það erfðaefni . Sennilega hafa Neanderdalsmenn verið hvítari á hörund en aðkomumennirnir, svo að hinn hvíti litur Evrópumanna er vænt an lega vegna hvors tveggja, erfðaefnis frá Neanderdals mönnum og aðlögunar að daufara sólarljósi á norðurslóðum og því minni skammts nauðsynlegs D­fjörva (vítamíns) . Menn héldu síðan út á eyjarnar í Austurálfu suðaustanverðri og námu land í Ástralíu fyrir um 40–60 þúsund árum . Þeir þrömmuðu einnig austur á bóginn, yfir Bering­sund, sem skilur að Austurálfu og Vesturheim og var ísilagt á síðustu ísöld, fyrir 15–35 þúsund árum og byggðu síðan Norður­, Mið­ og Suður­Ameríku .5 Gunnar Gunnarsson skrifaði í skáld sög­ unni Jörð: „Öðru hvoru geta menn víðsvegar á jarðkringlunni rekist á menn, slíka sem þessa, lítinn hóp manna, sem brunar áfram með örlög í barmi sér .“6 Robert Boyd, mann fræðiprófessor í UCLA, varpaði á skjá yfirlitsmyndum af útbreiðslu fjögurra dýrategunda á jörðinni, manna, apa, úlfa og ljóna . Mennirnir eru eina tegundin, sem hefur dreift sér um alla jörðina, staðist hinar ólíkustu aðstæður . Hann býr í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu . Boyd rakti það ekki aðeins til andlegra og erfanlegra yfirburða manna, heldur líka og ekki síður til menningarlegrar þróunar . Væri hópur gáfumanna strandaður á hrjóstrugri eyju á norðurslóðum, þá gæti hann varla lifað af að hætti skrælingja (eskimóa) . Þ róun og eðli einnar dýrategundar, mannsins, var meginumræðuefnið á þessu svæðisþingi Mont Pèlerin­ samtakanna . Fyrirlesarar á þinginu brugðu upp stórfróðlegri og ótrúlegri mynd af þróun þessarar tegundar, sem kallar sig hina viti bornu veru, homo sapiens .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.