Þjóðmál - 01.09.2013, Page 77

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 77
76 Þjóðmál haust 2013 nokkur börn . Ein dóttir hennar, Sigfríður Kristinsdóttir, giftist hagyrðingnum Agli Jónassyni, og var dóttir þeirra Herdís, hinn vinsæli kennari og rithöfundur . Hólmfríð ur Friðfinnsdóttir lést 1946 og Herdís, systir hennar, 1962 . Eflaust hafa þeir Valdimar og Gamalíel Friðfinnssynir lagt fyrir sig sjómennsku í Vesturheimi, en ekki segir frekar af Gamal­ íel . Valdimar birtist hins vegar skyndilega í heimildum árið 1911 . Jóhannes Jóhannes­ son, sem tók sér ættarnafnið Dalland, hafði verið ári á undan Valdimar í Lærða skól anum . Jóhannes var ævintýramaður, vín hneigður og kvensamur . Hann hafði átt tvö börn, sitt með hvorri konunni, þegar hann flosnaði upp úr læknanámi í Kaup manna höfn 1903 . Eftir það hafði hann haldið til Vesturheims og sest að á Kyrra hafs strönd, en fengist við ýmislegt, aðallega þó í tengslum við gullgröft og skógarhögg . Hafði hann farið víða, meðal annars til Alaska og Bresku Kolumbíu . Seint á árinu 1911 skrifaði hann vini sínum bréf, sem Íslendingablaðið Lögberg í Winnipeg birti úr kafla . Þar sagðist hann ætla til Andesfjalla að leita að gulli, olíu og dýrmætum steinum í tvö ár . Með sér færu Valdimar Friðfinnsson, sem hann kallaði „Valda“, og norskur maður .42 Jóhannes var í San Quentin á gamlárskvöld 1911,43 en hann lagði ásamt þeim Valdimar og Strand af stað frá San Francisco í janúarlok 1912 . Birtust tvö önnur bréf í Lögbergi um hina ævintýralegu ferð þeirra . Þeir sigldu sem leið lá suður á bóginn og tóku þátt í kjötkveðjuhátíð í Panama­borg 20 . febrúar . Þaðan sigldu þeir meðfram strönd Suður­ Ameríku . Þeir höfðu upphaflega ætlað til Kólumbíu, en það breyttist, og þeir héldu til La Paz í Bólivíu, en þar í landi eru miklar námur . Hins vegar tóku þeir Jóhannes og Valdimar þar hitasótt og urðu um skeið að liggja á sjúkrahúsi .44 Jóhannes sneri aftur til Kaliforníu 1913 eftir ársdvöl í Suður­Ameríku . Haustið 1914 skrifaði hann einum skólabróður þeirra Valdimars, Bjarna Þ . Johnson lög­ fræð ingi, sem hafði dvalist í Winnipeg í Kanada frá hausti 1913 til jafnlengdar 1914 .45 Í frétt Lögbergs um málið segir, „að Valdemar Friðfinnsson, skólapiltur, sem flutti vestur um haf fyrir mörgum árum og enginn vissi lengi, hvar var niður kominn, sé nú í Tampico í Mexico og láti vel af líðan sinni . Hann er að reyna að ná yfirráðum yfir olíulöndum þar syðra og hefir góða von um, að það takist . Hann lætur ágætlega af Mexicobúum og loftslaginu þar . Hver veit nema hann eigi eftir að verða íslenskur Til vinstri: Stúdentar í Lærða skólanum í Reykjavík vorið 1896 . Valdimar Friðfinnsson er fyrir miðju, um tvítugt . Til hægri: Walter Finsen á Galápagos­eyjum um eða eftir 1935 . Sterkur svipur er óneitanlega með þessum tveimur mönnum . Myndin af Valdimar er tekin úr Lesbók Morgunblaðsins 24 . desember 1941, en myndin af Finsen komin frá John Woram, sem fékk hana hjá J . P . Lundh .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.