Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 77

Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 77
76 Þjóðmál haust 2013 nokkur börn . Ein dóttir hennar, Sigfríður Kristinsdóttir, giftist hagyrðingnum Agli Jónassyni, og var dóttir þeirra Herdís, hinn vinsæli kennari og rithöfundur . Hólmfríð ur Friðfinnsdóttir lést 1946 og Herdís, systir hennar, 1962 . Eflaust hafa þeir Valdimar og Gamalíel Friðfinnssynir lagt fyrir sig sjómennsku í Vesturheimi, en ekki segir frekar af Gamal­ íel . Valdimar birtist hins vegar skyndilega í heimildum árið 1911 . Jóhannes Jóhannes­ son, sem tók sér ættarnafnið Dalland, hafði verið ári á undan Valdimar í Lærða skól anum . Jóhannes var ævintýramaður, vín hneigður og kvensamur . Hann hafði átt tvö börn, sitt með hvorri konunni, þegar hann flosnaði upp úr læknanámi í Kaup manna höfn 1903 . Eftir það hafði hann haldið til Vesturheims og sest að á Kyrra hafs strönd, en fengist við ýmislegt, aðallega þó í tengslum við gullgröft og skógarhögg . Hafði hann farið víða, meðal annars til Alaska og Bresku Kolumbíu . Seint á árinu 1911 skrifaði hann vini sínum bréf, sem Íslendingablaðið Lögberg í Winnipeg birti úr kafla . Þar sagðist hann ætla til Andesfjalla að leita að gulli, olíu og dýrmætum steinum í tvö ár . Með sér færu Valdimar Friðfinnsson, sem hann kallaði „Valda“, og norskur maður .42 Jóhannes var í San Quentin á gamlárskvöld 1911,43 en hann lagði ásamt þeim Valdimar og Strand af stað frá San Francisco í janúarlok 1912 . Birtust tvö önnur bréf í Lögbergi um hina ævintýralegu ferð þeirra . Þeir sigldu sem leið lá suður á bóginn og tóku þátt í kjötkveðjuhátíð í Panama­borg 20 . febrúar . Þaðan sigldu þeir meðfram strönd Suður­ Ameríku . Þeir höfðu upphaflega ætlað til Kólumbíu, en það breyttist, og þeir héldu til La Paz í Bólivíu, en þar í landi eru miklar námur . Hins vegar tóku þeir Jóhannes og Valdimar þar hitasótt og urðu um skeið að liggja á sjúkrahúsi .44 Jóhannes sneri aftur til Kaliforníu 1913 eftir ársdvöl í Suður­Ameríku . Haustið 1914 skrifaði hann einum skólabróður þeirra Valdimars, Bjarna Þ . Johnson lög­ fræð ingi, sem hafði dvalist í Winnipeg í Kanada frá hausti 1913 til jafnlengdar 1914 .45 Í frétt Lögbergs um málið segir, „að Valdemar Friðfinnsson, skólapiltur, sem flutti vestur um haf fyrir mörgum árum og enginn vissi lengi, hvar var niður kominn, sé nú í Tampico í Mexico og láti vel af líðan sinni . Hann er að reyna að ná yfirráðum yfir olíulöndum þar syðra og hefir góða von um, að það takist . Hann lætur ágætlega af Mexicobúum og loftslaginu þar . Hver veit nema hann eigi eftir að verða íslenskur Til vinstri: Stúdentar í Lærða skólanum í Reykjavík vorið 1896 . Valdimar Friðfinnsson er fyrir miðju, um tvítugt . Til hægri: Walter Finsen á Galápagos­eyjum um eða eftir 1935 . Sterkur svipur er óneitanlega með þessum tveimur mönnum . Myndin af Valdimar er tekin úr Lesbók Morgunblaðsins 24 . desember 1941, en myndin af Finsen komin frá John Woram, sem fékk hana hjá J . P . Lundh .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.