Þjóðmál - 01.09.2013, Side 95

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 95
94 Þjóðmál haust 2013 að í landinu séu „sérhagsmunaöfl“ sem hafi undirtökin á bakvið tjöldin í krafti fjármagns eða aðstöðu sem sögð er fengin vegna spilltra, ógagnsærra stjórnarhátta eða einkavinavæðingar . Þegar bókin Ísland ehf. er lesin koma í hugann frönsku orðin plus ça change, plus c’est la même chose — því meira sem hlutirnir breytast þeim mun meira eru þeir eins og áður . Á árunum sem liðin eru frá sögulegum ákvörðunum haustsins 2008 hefur í raun ekki orðið nein meginbreyting, hvorki á fjármálakerfinu né skipan mála í viðskiptalífinu . Vissulega hefur eignarhaldið eitthvað breyst en kerfið er hið sama og fyrirtækin eru áfram í sama farinu og með sömu tök á atvinnulífinu . Milljörðum hefur verið raðað upp á nýtt af mönnum sem líta á þá eins og lego­kubba . Stjórnvöld hafa leynt og ljóst verið með puttana í þeirri uppstokkun . Stjórnmálamenn sem segjast andstæðingar „sérhagsmunaafla“ hafa staðið að eignatilfærslum í skjóli hafta og meiri leyndar um sviptingar á fjármálamörkuðum en var fyrir hrun . Ber að þakka að blaðamenn sem hafa fylgst náið með þróun fjármálalífisins undanfarin stöðnunarár í stjórnartíð Jóhönnu og Steingríms J . skuli taka sér fyrir hendur að draga saman heildarmyndina eins og hún blasir við þeim eftir rúmlega fjögurra ára stjórn vinstri flokka sem hlutu hörmulega útreið í þingkosningum 27 . apríl 2013 . Hið undarlega er að þeir félagar, Magnús og Þórður Snær, skuli ekki hafa gefið sér tíma til að leggja skipulegt mat á hlutina í ljósi þekkingar sinnar og auðvelda með greiningu lesandanum að skilja á milli aukaatriða og aðalatriða . Átta sig í raun á því í hverju hin „ískyggilega atburðarás“ felst . Helst má draga þá ályktun að kenningin um hana sé reist á að ekkert hafi í raun breyst, persónur og leikendur séu hinir sömu og áður og leikritið í stórum dráttum hið sama eftir að skattgreiðendur tóku á sig skellinn af því að fyrri sýningin féll . Skiljanlegt er að blaðamenn sem í erli dagsins eiga mikið undir samskiptum við heimildarmenn og margvíslega tengiliði í fjármálaheiminum gæti þess í fréttaskrifum að halda aðeins staðreyndum og réttum tölum að lesendum sínum . Hins vegar hljóta menn að vænta þess að menn með slíka sérþekkingu og yfirsýn miðli meiru til lesanda bókar en hann getur vænst af lestri vandaðrar blaðagreinar . Í bókinni Ísland ehf. vantar þetta mat, skoðunina á hvað felst í einstökum viðskiptagjörningum og hvaða áhrif þeir hafa í raun . Að þessu leyti ber bókin þess merki að höfundar hafi viljað hespa verkið af til að geta snúið sér að öðru . Þeir gáfu sér meira að segja ekki tíma til að gera nafnaskrá sem hefði stóraukið notagildi bókarinnar sem handbókar . Í bókinni er lýst kerfi þar sem enginn þorir eða vill taka djarfar ákvarðanir og leitast er við Þ Þegar bókin Ísland ehf. er lesin koma í hugann frönsku orðin plus ça change, plus c’est la même chose — því meira sem hlutirnir breytast þeim mun meira eru þeir eins og áður . Á árunum sem liðin eru frá sögulegum ákvörðunum haustsins 2008 hefur í raun ekki orðið nein meginbreyting, hvorki á fjármálakerfinu né skipan mála í viðskiptalífinu . Vissulega hefur eignarhaldið eitthvað breyst en kerfið er hið sama og fyrirtækin eru áfram í sama farinu og með sömu tök á atvinnulífinu . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.