Skólavarðan - 01.05.2015, Side 25

Skólavarðan - 01.05.2015, Side 25
að vefa saman ólíka miðla gefst nemandanum og kennaranum tækifæri til að ná betri árangri við markvissa öflun og miðlun upplýsinga. Í mínum huga er það ekki spurning að kennarar 21. aldarinnar verði að tileinka sér í auknum mæli margmiðlunar- tæknina. Nám í hagnýtri margmiðlun er viðleitni okkar í Borg- arholtsskóla til að mæta þessari þörf.“ Meginmarkmið náms í hagnýtri margmiðlun er samkvæmt lýsingu á vefsíðu Borgarholtsskóla að gefa fólki tækifæri til að tileinka sér upplýsingatæknina í tengslum við vinnu eða annað nám. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð í náminu þannig að þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í margmiðlunartækni geta nýtt það inntak sem þeir taka með sér inn í námið og eins þeir sem hafa miklu að miðla en ekki kunnáttu á ólíka miðla upplýs- ingatækninnar. Kristján Ari segir markmiðið að nemendur geti á skilvirkan hátt nýtt sér margmiðlun til hagnýtra verka á starfsviði viðkom- andi. Þetta eigi ekki síst við um kennara. „Þeir eru jú sérfræðingar í því efni sem þeir miðla en skortir hugsanlega leikni í tæknilegri framsetningu efnis. Í náminu kynnast nemendur forsendum mynd- og textavinnslu, umbroti og hönnun fyrir prentun og vef, kvikmyndagerð og gagnvirkri vefsíðugerð. Og inn í verklegan hluta námsins er leitast við að spinna fræðilegar forsendur.“ „Námið í hagnýtri margmiðlun við Borgarholts- skóla er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Það gaf mér þau verkfæri sem ég þurfti til að geta sjálf búið til og séð um heimasíðu fyrir mitt fyrirtæki. Einnig fékk ég frábæra tilsögn við gerð á nafnspjöldum, bæklingum, myndböndum og plakötum. Það sem mér fannst jákvætt við þetta nám var að geta valið sjálf þau verkefni sem ég var að vinna, ég fór strax af stað með verkefni tengt fyrirtækinu og bætti stöðugt við efni sem ég gat notað strax.“ Margrét Kristín Jónsdóttir, grunnskólakennari í Mýrarhússkóla og fjármálastjóri.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.