Skólavarðan - 01.05.2015, Page 50

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 50
Hefur styrkt yfir 30 verkefni Í gegnum tíðina hefur sjóðurinn unnið að rúmlega þrjátíu verkefnum víðsvegar um heiminn. Öll eiga þau það sammerkt að kennarar í samtökum innan EI hafa þar verið aðstoðaðir við uppbyggingu og starf á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa riðið yfir eða þar sem stríðsátök eru í gangi. Þannig hafa kennarar í Kólumbíu, sem hefur verið hótað vegna starfa sinna, verið aðstoðaðir og kennarar í Afganistan hafa fengið hjálp við að koma á laggirnar skólum í flóttamannabúðum. Einnig hefur sjóðurinn tekið þátt í að byggja upp skóla í stríðshrjáðum héruðum í Írak og kennarar í Palestínu og Austur Tímor hafa fengið styrki, sem og kennarar í Tyrklandi og Belize í kjölfar náttúruhamfara í löndunum tveimur. Einnig styrkir sjóðurinn öðru hvoru langtímaverkefni. Þannig voru kennarar í Úkraínu aðstoðaðir við að kaupa nýtt skrifstofuhúsnæði í Kænugarði eftir að húsnæði þeirra í borginni varð fyrir skemmdum í mótmælaöldunni sem gekk yfir landið árið 2014, og settur hefur verið á laggirnar styrktarsjóður fyrir fórnarlömb árásar sem gerð var á skóla í borginni Beslan í Ossetíu árið 2014. Í kjölfar flóðbylgjunnar á Indlandshafi árið 2004 stofnaði EI sérstakan uppbyggingarsjóð með það að markmiði að styðja við bakið á bæði nemendum og kennurum á þeim svæðum sem urðu verst úti, en einnig að taka þátt í að byggja upp skóla á umræddum svæðum. Nemendur og kennarar í Nepal þurfa nú eins og aðrir lands- menn að takast á við það mikla mannfall sem varð í jarðskjálft- anum í lok apríl. Á sama tíma þurfa þeir að byggja upp skóla sem urðu fyrir skemmdum og koma skólastarfi af stað á ný. Það er langtímaverkefni sem EI mun taka þátt í.“ Mörg börn og ung- menni í Nepal standa frammi fyrir því að mikil röskun verður á námi þeirra. Ljósmynd Andrew King (EI). SKÓLAVARÐAN MAÍ 2015

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.