Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 34
HELGI HJÖRVAR:
RÆÐA Á ÞJÓÐHÁTÍÐ
(17. júní 1959)
Háttvirt samkoma! — góðir íslenzkir þegnar!
Og þannig safnast saman hópur manns
einn sólskinsdag aS leiði forsetans
og hlýóir rœSu frá í jyrravor,
sem flutt er — eins og þá — í minning hans.
Samt þennan dag þann gest að garSi. ber,
sem gjörvöll þjóSin hefur eignaS sér.
— Vér gistum raunar grafreit forsetans.
Og víst er sœlt aS geta gcrigiS aS
jafn góSum manni á svona vísum staS,
sem auk þess getur enga björg sér veitt,
þótt allt hans líf sé rangfært sitt á hvaS ....
-----sem auk þess getur enga björg sér veitt,
þótt allt hans líf sé rangfœrt sitt á hvaS ..*)
ViÐ SEM tókum verk Jóns Sigurðs-
sonar í arf, líf hans allt, eign hans
alla, við höfum látið dátt í orði um
þann dýra hlut. Við höfum reist
trausta varða til þess að geyma minn-
ingu hans og frægð, til þess að geta
einn dag á ári, hið minnsta, „gengið
að jafn góðum manni á svona vísum
stað“. Við komum þar með ýmsum
hætti, sem einlægir íslendingar í
öllu látleysi, sem lítiltrúaðir í helgi-
dóm, með mishreinar hendur, eins
og ribbaldar Sturlunga-aldar gengu
til skrifta eftir hryðjuverk. — Því
að vér höfum margvíslega rangfært
allt Iíf forsetans.
Ekki berum vér í sálu vorri hin
*) T. G.