Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 31
félagsbréf 20 AS eyrum mér berast ógreinileg hljóð. Ég legg við eyrun, og nú heyri ég það aftur, og nú betur. Það er sem einhver sé að kalla á mig. Ég legg út árar og ræ á hljóðið. Eftir drjúgan róður legg ég inn árarnar sem snöggvast. Ég hlusta, en heyri ekkert. Það fer að grisja í þokuna, og skyndilega hrannast þessi grái ógnarheimur, og þokunni er svipt af stóru svæði. Við mér blasir hugþekk sjón. Vingjarnlegt nesið teygir sig fram í hlátært vatnið, lágir víðirunnar og kjarr nær alveg fram á bakkana. Og hraunið, daggvott og litförótt, mosa og kjarrgróið, teygir hrikalega hramma sína út í vatnið. Þokan liggur enn þá yfir landinu, og nemur við miðjar hlíðar fjallanna. Aftur ræ ég, á leið til lands. Ég sný bakinu að ströndinni og horfi út yfir vatnið. Sólin er að koma upp. Geislarnir merlast í gegnum þoku- hakkann, flæða svo heitir og kyssa iðandi, silfurbláan vatnsflötinn. Nú heyri ég kallað nafnið mitt, og þegar ég renni að vatnsbakkanum, sé ég, hvar Brynhildur situr og leikur sér að smárablómi. „Þú hefur villzt í þokunni,“ segir hún og réttir mér höndina. Ég svara henni ekki, og tek ekki á móti útréttri hendi hennar, en geng frá festum hátsins. „Af hverju ertu svona undarlegur? Hefur þú sofið?“ „Já, sofið og dreymt,“ lýg ég að henni. „Segðu mér, hvað þig dreymdi.“ „Nei, en hvernig gekk kennslan?“ Þögn. Við göngum þögul hlið við hlið. Á milli okkar er þó fjarlægð. í vitund nnnni óma hljómbrot hljómkviðustefsins. Þau ýfa tilfinningar mínar og keygja viljann, svo ég tek hönd Brynhildar og finn, að' hún er hálf köld °g 'þvöl. Minningunni um atburðinn á vatninu bregður skyndilega fyrir í ^uga mínum, og enni mitt úðast köldum svita. Við nemum staðar, og ég virði Brynhildi fyrir mér, en hún er svo fjariæg. Það er einhvern veginn alveg óhugsanlegt að samrýmast henni, Énnst mér. Og þó er hver hreyfing hennar, angan hennar og bros mér svo hugleikið. Það hrynja tár niður vanga hennar. Hvers vegna? Mig langar til þess að þerra þau, en geri það ekki. Við horfum þegjandi hvort á annað. Ég lJrái að sameinast henni, en fjarlægðin á milli okkar virðist ófæra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.