Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 46
44 FÉLAGSBRÉF rænn, að ráðið sinnir eingöngu skipulags- og stjórnarstörfum. Skrá um starfslið ráðsins lítur svona út: StarfsliS nýlendumúlaráSs Ar 1935 1939 1943 1947 1954 Fjöldi starfsmanna ...... 372 450 817 1139 1661 Áður en vér athugum fjölgunarhraðann ber þess að gæta, að verkefni ráðsins var hvergi nærri hið sama að magni þessi tuttugu úr. Nýlendurnar breyttust lítið að landssvæðum og mannafla á árunum 1935 til 1939. 1943 höfðu þær minnkað að mun, þar eð nokkur hluti þeirra var í óvinahönd- um. Árið 1947 höfðu þær aftur aukizt, en hafa síðan dregizt saman jöfn- um höndum ár frá ári, er æ fleiri nýlendur hafa öðlazt sjálfstjórn. Ætla mætti, að þessar breytingar á víðfeðmi heimsveldisins hefðu sín áhrif á stærð stjórnarmiðstöðva þess. En vér þurfum ekki að horfa lengi á töl- urnar til að sannfærast um, að starfsmannafjöldinn sýnir eingöngu mis- munandi stig í óumflýjanlegri fjölgun. Þessi fjölgun er að vísu tengd samsvarandi fjölgun í öðrum stjórnardeildum, en stendur í engu sam- bandi við stærð — eða jafnvel tilveru — heimsveldisins. Hversu hröð er þessi aukning? Hér verðum vér að hlaupa yfir óvenjuhraða starfsmanna- fjölgun samfara minnkandi verkefni í heimsstyrjöldinni síðari. Lítum heldur á fjölgunina á friðartímum: yfir 5,24% milli 1935 og 1939 og 6,55% milli 1947 og 1954. Úr þessum tölum fæst meðalaukningin 5,89% á ári, sem er næsta líkt árlegri meðalfjölgun strafsmanna sjóherráðs á árunum 1914 til 1928. Hér er ekki kleift að gera frekari grein fyrir skýrslum um mannfjölda stjórnardeilda. Vér gerum oss samt vonir um að komast að einhverri nið- urstöðu varðandi tíma þann, sem líklegt er, að líði frá því er tiltekinn embættismaður er ráðinn unz ráðnir eru tveir eða fleiri aðstoðarmenn honum til liðsinnis. Ef eingöngu er litið á fjölgun starfsmanna, benda allar rannsóknir vorar á 5.75% meðalfjölgun á ári. Að fundinni þessari staðreynd hefur oss nú tekizt að setja lögmál Parkinsons fram í stærðfræðilegu formi: í sérhverri stjórnardeild eða opinberri skrifstofu má ætla, að fjölgun starfsliðs fylgi á friðartímum eftirfarandi formúlu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.