Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 18
16 FÉLAGSBRÉF Hér var hætt jafnvel á það ókleifa, eins og Uggi Greipsson var látinn segja. Og þessum mönnum tókst áhættan. — Þeir voru og verða líka vissulega íslenzkir rithöfundar, þótt þeir væru jafnframt landvinningamenn á erlendum bókmenntavettvangi. Fjarvistirnar að heiman, fjarsýnin hlaut vitaskuld að hafa nokkur áhrif á efnis- val og ekki sízt á efnisafstöðu, efnismeðferð, og getur það ýmist orðið til baga eða bóta. En í verkum Gunnars Gunnarssonar eru inntak og rödd ávallt íslenzk, þótt ytra þorðið, málið, væri löngum framandi. Og alþjóð veit, að allur þorri verka hans er til á ís- lenzku, sumt í þýðingum annarra, en hitt frá sjálfs hans hendi — enda margt frumsamið á íslenzku. Og mikill hluti sagna hans er líka fyrir löngu þýddur á fjölda erlendra tungna. Vafalaust hefði ekki eins mikið að þeim þýðingum kveðið, ef sögur Gunnars hefðu allar upphaflega verið ritaðar á íslenzku. En með þessu hefur hann bæði víkkað landmörk og áhrifasvæði íslenzkra bókmennta og greitt þar göturnar út um heiminn þeim, sem á eftir komu. Enn er annars að geta um stöðu Gunnars Gunnarssonar í bók- menntum okkar. Það varðar, með hvaða mönnum megi telja, að hefjist íslenzk rithöfundastétt, — nokkuð, sem kann að vekja áhuga á okkar stéttvísu tímum, mér liggur við að segja: allt of stétt'- vísu. Og áreiðanlega hafa engin stéttarsjónarmið vakað fyrir þeini mönnum, sem með einbeitni sinni og fórnarlund urðu hér frum- kvöðlar Fyrsti Islendingur, sem aflað hefur sér lífsframfæris með ritstörfum einvörðungu, mun vera Einar Hjörleifsson Kvaran — sem á einmitt aldarafmæli á þessu ári — en verulegur hluti þeirra ritstarfa var fólginn í blaðamennsku eða ritstjórn. Fyrsti íslending- ur, sem hefur hins vegar öll sín manndómsár lifað á skáldskapar- ritstörfum einum, er Gunnar Gunnarsson. Og hann hefur ekki aðeins lifað á þeim. Hann hefur alltaf lifað fyrir þau. III Ritverk Gunnars fylla nú í íslenzku Landnámuútgáfunni 20 væn bindi, og vantar þar þó sitthvað enn, og í frumútgáfum nema þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.