Félagsbréf - 01.08.1959, Side 20

Félagsbréf - 01.08.1959, Side 20
18 FÉLAGSB RÉF í viðfangsefnið. Þær spanna allt frá landnámi (Fóstbrœður) og þjóðfélagsstofnun (Jörð) og síðan valdir ýmsir áfangar að efni, svo sem kristnitakan (Hvíti-Kristur), Sturlungaöld (Grámaður) og siðaskiptin (Jón Arason), allt fram undir fyrrnefndar samtíma- sögur. Veigamest þeirra allra — og eitt af ágætustu verkum Gunnars — finnst mér Svartfugl, sem gerður er út af morðmáli frá fyrra hluta 19. aldar, Sjöundármálunum, saga um glæp og refsingu, undirrótina að þeim og viðbrögðin við þeim. í Vikivaka seiðir höfundur á kátlegan og listilegan hátt svip hinna látnu fram á sjónarsviðið í skoplegri samsteypumynd liðins tíma og nútíðar, hann er horfinn til fortíðarinnar, fortíðin horfin til hans. Síðan Gunnar fluttist heim, hefur hann samið sögur sínar á íslenzku, Heiðaharm og framhald hans Sálumessu og svo Brim- hendu. Hann er nú horfinn aftur til upphafs síns eða uppruna- stöðva, lýsir náttúrunni og samskiptum manna og dýra við hana af fágætri nærfærni í fyrri sögunum og af dirfsku í síðustu sög- unni. Þar eru sízt nein ellimörk, — þvert á móti, maður sem orðinn er ungur í annað sinn. i IV //eiðaharmur — fírimhenda. í bernsku og æsku ólst Gunnai' hér einmitt fyrst upp í innsveit — þó fremur við heiða-yndi — og síðan í útsveit, en þá oftar við harm í hafsins grennd. Af bænd- um var hann kominn, og sem bóndi flyzt hann aftur heim til fæðingarsveitar sinnar. Og það er sama, hvort hann hefur átt heima í Vopnafirði eða Fljótsdal, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, " þá hefur hann alltaf inn við beinið verið íslenzkur bóndi, — eða réttara sagt: hann var og er og verður alltaf íslenzkur rithöfundur, vaxinn upp úr austfirzkum sveitajarðvegi, íslenzkri bændamenn- ingu, sem hann hefur þanið út og hafið í æðra veldi með kynnum sínum af umheimi og heimsmenningu, — hann hefur í andlegum skilningi staðið á íslenzkri grund, en séð vítt yfir veröld og skyggnzt

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.