Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 20
18 FÉLAGSB RÉF í viðfangsefnið. Þær spanna allt frá landnámi (Fóstbrœður) og þjóðfélagsstofnun (Jörð) og síðan valdir ýmsir áfangar að efni, svo sem kristnitakan (Hvíti-Kristur), Sturlungaöld (Grámaður) og siðaskiptin (Jón Arason), allt fram undir fyrrnefndar samtíma- sögur. Veigamest þeirra allra — og eitt af ágætustu verkum Gunnars — finnst mér Svartfugl, sem gerður er út af morðmáli frá fyrra hluta 19. aldar, Sjöundármálunum, saga um glæp og refsingu, undirrótina að þeim og viðbrögðin við þeim. í Vikivaka seiðir höfundur á kátlegan og listilegan hátt svip hinna látnu fram á sjónarsviðið í skoplegri samsteypumynd liðins tíma og nútíðar, hann er horfinn til fortíðarinnar, fortíðin horfin til hans. Síðan Gunnar fluttist heim, hefur hann samið sögur sínar á íslenzku, Heiðaharm og framhald hans Sálumessu og svo Brim- hendu. Hann er nú horfinn aftur til upphafs síns eða uppruna- stöðva, lýsir náttúrunni og samskiptum manna og dýra við hana af fágætri nærfærni í fyrri sögunum og af dirfsku í síðustu sög- unni. Þar eru sízt nein ellimörk, — þvert á móti, maður sem orðinn er ungur í annað sinn. i IV //eiðaharmur — fírimhenda. í bernsku og æsku ólst Gunnai' hér einmitt fyrst upp í innsveit — þó fremur við heiða-yndi — og síðan í útsveit, en þá oftar við harm í hafsins grennd. Af bænd- um var hann kominn, og sem bóndi flyzt hann aftur heim til fæðingarsveitar sinnar. Og það er sama, hvort hann hefur átt heima í Vopnafirði eða Fljótsdal, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, " þá hefur hann alltaf inn við beinið verið íslenzkur bóndi, — eða réttara sagt: hann var og er og verður alltaf íslenzkur rithöfundur, vaxinn upp úr austfirzkum sveitajarðvegi, íslenzkri bændamenn- ingu, sem hann hefur þanið út og hafið í æðra veldi með kynnum sínum af umheimi og heimsmenningu, — hann hefur í andlegum skilningi staðið á íslenzkri grund, en séð vítt yfir veröld og skyggnzt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.