Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 53

Félagsbréf - 01.08.1959, Blaðsíða 53
FÉLAGSBRÉF 51 Gunnar M. Magnúss: Jón Skdlholtsrektor. Bókaútgája MenningarsjóSs 1959. egar ég las þessa bók, var ég að hug- leiða, hvaða tilgangur mundi hafa vak- að fyrir útgefendum hennar með samantekn- ingu hennar. Hér er ekki um að ræða nýja fræðilega ævisögu Jóns Þorkelssonar, enda gáfu þeir Jón Þórkelsson þjóðskjalavörð- ur og Klemenz Jónsson landritari út ýtar- lega ævisögu hans á 150 ára ártíð hans. En þessi bók virðist eiga að vera alþýð- leg bók um Jón, til þess ætluð að kynna almenningi í sem stytztu máli ævi og störf þessa þarfa merkismanns. Sem slík er bókin góðra gjalda verð, og þannig verður líka að dæma hana. Ekki má t. d. ætlast til að margt nýtt komi þar fram, enda er hún fremur skrifuð í anda frásagnar og kynningar en fræðimannlegrar rannsóknar. Samkvæmt þessu leitast höfundurinn við að gera bókina sem léttlæsilegasta og leit- ar til þess ýmissa bragða, sem fara efninu ekki sem allra bezt. Sums staðar bregður hann jafnvel fyrir sig stílbrögðum, sem eiga ekki vel við frásögn af þessu tagi og orka fremur á lesandann sem tilgerð en heiðarleg tilraun ævisöguritara til að gera viðfangsefni sitt aðgengilegt. Verst kann ég þó við kaflaskiptinguna og smá- fyrirsagnirnar. IJöfundurinn sækir þá fyr- irmynd til nútímablaðamennsku að búta efnið allt niður í örstutta kafla og skreyta þá með lokkandi yfirskriftum. En ólíku er saman að jafna: bók með sagnfræði- legu efni og blaðafrásögnum, sem reyna að gera allt sem æsilegast. I slíkri bók eru miðlungi smekklegar kaflafyrirsagnir sem þessar: „Þegar fiskirí slær feil,“ „Þá kom sú bitra bólusótt,“ „En lífið skaut nýjum sprotum," „Og gat ei smjaðrað um nokkurn mann,“ „Þeir gera það drukknir," o. s. frv. Slíkar fyrirsagnir trufla aðeins sem óþörf innskot, samfelld frásögn hæfði þessu efni betur. Höfundur, sem velur sér að viðfangs- efni ævisögur eða lýsingar ákveðinna manna, verður að fara líkt að og mynd- gerðarmaður. Hann verður að taka tillit til efniviðarins. Sementið á sér ekki mýkt og sveigjanleik marmarans, úr birkikvisti verður ekki gerður sams konar smíðisgrip- ur og úr góðum rauðaviði. Og Jón karlinn Þorkelsson er ekki til- valdasti maðurinn til að vera söguhetja í blaðagreinaflokki eða skáldsögu. Dyggð- um prýddir strangtrúarmenn af hans gerð geta verið heppilegar fyrirmyndir til að benda frómum unglingum á til eftirbreytni. en „spennandi" eru þeir sjaldan. Að öðru leyti er bók Gunnars M. Magnúss læsileg vel. Höfundur nær sér einna bezt á strik, þegar ævisöguágripi J. Þork. sleppir. Saga Hausastaðaskóla er merkilegur kapituli í menntasögu íslands, sýnir vel menningarástand og hugsunar- hátt. Mundi margur kjósa, að sú saga væri ýtarlegri, en það mundi auðvitað raska umgerð svo stuttrar bókar. Það væri t. d. fróðlegt, ef hægt væri að grafa eitthvað upp um feril nemenda Hausastaðaskólans, hvernig þessi einu skólagengnu börn i landinu hafi/reynzt, iþegar út í lífsbarátt- una kom. Ef til vill gerir GMM þessu verkefni meiri skil við rýmra tækifæri, en hann er afkastamikill og liðtækur rit- höfundur sem kunnugt er. Ragnar Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.