Félagsbréf - 01.08.1959, Side 18

Félagsbréf - 01.08.1959, Side 18
16 FÉLAGSBRÉF Hér var hætt jafnvel á það ókleifa, eins og Uggi Greipsson var látinn segja. Og þessum mönnum tókst áhættan. — Þeir voru og verða líka vissulega íslenzkir rithöfundar, þótt þeir væru jafnframt landvinningamenn á erlendum bókmenntavettvangi. Fjarvistirnar að heiman, fjarsýnin hlaut vitaskuld að hafa nokkur áhrif á efnis- val og ekki sízt á efnisafstöðu, efnismeðferð, og getur það ýmist orðið til baga eða bóta. En í verkum Gunnars Gunnarssonar eru inntak og rödd ávallt íslenzk, þótt ytra þorðið, málið, væri löngum framandi. Og alþjóð veit, að allur þorri verka hans er til á ís- lenzku, sumt í þýðingum annarra, en hitt frá sjálfs hans hendi — enda margt frumsamið á íslenzku. Og mikill hluti sagna hans er líka fyrir löngu þýddur á fjölda erlendra tungna. Vafalaust hefði ekki eins mikið að þeim þýðingum kveðið, ef sögur Gunnars hefðu allar upphaflega verið ritaðar á íslenzku. En með þessu hefur hann bæði víkkað landmörk og áhrifasvæði íslenzkra bókmennta og greitt þar göturnar út um heiminn þeim, sem á eftir komu. Enn er annars að geta um stöðu Gunnars Gunnarssonar í bók- menntum okkar. Það varðar, með hvaða mönnum megi telja, að hefjist íslenzk rithöfundastétt, — nokkuð, sem kann að vekja áhuga á okkar stéttvísu tímum, mér liggur við að segja: allt of stétt'- vísu. Og áreiðanlega hafa engin stéttarsjónarmið vakað fyrir þeini mönnum, sem með einbeitni sinni og fórnarlund urðu hér frum- kvöðlar Fyrsti Islendingur, sem aflað hefur sér lífsframfæris með ritstörfum einvörðungu, mun vera Einar Hjörleifsson Kvaran — sem á einmitt aldarafmæli á þessu ári — en verulegur hluti þeirra ritstarfa var fólginn í blaðamennsku eða ritstjórn. Fyrsti íslending- ur, sem hefur hins vegar öll sín manndómsár lifað á skáldskapar- ritstörfum einum, er Gunnar Gunnarsson. Og hann hefur ekki aðeins lifað á þeim. Hann hefur alltaf lifað fyrir þau. III Ritverk Gunnars fylla nú í íslenzku Landnámuútgáfunni 20 væn bindi, og vantar þar þó sitthvað enn, og í frumútgáfum nema þau

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.