Félagsbréf - 01.10.1960, Page 4
Nóvember-bók AB 1960
JÖKULL JAKOBSSON:
Þó að Jökull Jakobsson sé aðeins 27 ára að aldri, hefur hann þegar sent
frá sér þrjár skáldsögur, og er þessi sú fjórða í röðinni. Auk þess hefur
hann skrifað nokkrar ágætar smásögur, og er sú síðasta í 18. hefti Félags-
bréfa, Herbergi 307.
DYR STANDA OPNAR er spennandi Reykjavíkursaga. Aðalpersónan ei'
fjarska venjulegur ungur maður, sem er í síld á sumrin, en stundar það, sem
til fellur á veturna, ef hann stundar þá nokkuð. En hann umgengst margs
konar fólk, gott og ekki gott, spillt og óspillt. Inn í þetta fléttast einkennileg
ástarsaga, þar sem fram kemur djúpur sálfræðilegur skilningur höfundarins-
DYR STANDA OPNAR er raunsæ og áhrifamikil lýsing á lífinu í höfuð-
borginni í dag.
Bókin er um 180 bls. Verð til félagsmanna verður í hæsta lag'
kr. 113.00 ób. kr. 135.00 íb.