Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 13

Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 13
September-bók AB og höfundur hennar HELGI HJÖRVAR: Knvit Hamsun og J^nut Hamsun varð frægur í einni svipan um NorSurlönd og þegar á eftir miklu víðar. Hann ruddi sér til rúms með svo vægðarlausri stílsnilld, nð hann hlaut um leið að verða eftir- læti ungra manna. Enda varð svo. Hann tók upp með vissum hætti merki Hrandesar: að bera hátt blys bins frjáls'.i anda. Annar var hugsuður, múrbrjótur °g stílsnillingur, en fékkst ekki sjálfur við skáldskaj). Hinn var skáldsnilling- Ur og stílsins meistari umfram aðra ^uenn. Brandes var tveim áratugum eldri og var þá að þoka sjálfkrafa úr forvíginu inn á svið hinnar óumdeildu Hægðar. Hjá Hamsun var og varð tvennt óaðskiljanlegt: lirein hugsun og °g stál stílsins. Það var mjög ungur maður út í Höfn, sem færði íslenzkri þjóð fyrst og bezt — stílsnilld Hamsuns á okkar eigin tungu. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi Viktoríu (1912), síðar Pan, enn síðar Sult o.fl. Þýðing Jóns á Viktoríu mun alla tíð marka sín tímamót í íslenzkri tungu, í nýstár- Þga fögrum þýðingum. Hann færði á íslenzka tungu nær óþýðanlega hluti: Ulr> veðrið og hafið á Hálogalandi, blæinn sem andar á eyjasundin, sjóinn sern verður mjúkur eins og flauel, — fiðlutóninn og hrynjandi silki i Viktoríu. — Ekki verður því neitað, að Viktoríu megi kalla sums staðar fiillvel „sæta“. Hún ber þar blæ eldri sagnamáta, sem höfundur er þá ekki alveg vaxinn frá (þá nær fertugur). íslendingurinn sem þýddi Viktoríu var laust hálfþrítugur, altekinn aðdáun á hinum fræga höfundi. Það er kannski Gróður jarðar Knut Ilamsun, 1891. hreint orðfæri; eldslogar hugans

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.