Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 17
félagsbréf
15
það sem með þurfti. Hann er upprisinn úr fortíðinni og markar stefnuna
inn í framtíðina, maður frá hinni fyrstu jarðyrkju, landnúmsmaðurinn,
níuhundruð ára gamall, og enn á ný maður dagsins. . . . ísak sáir. Kveld-
sólin skín á kornið, það hríslast út frá hendi hans í boga og sekkur eins
og gullsáldur í moldina. Skógurinn og fjöllin standa og horfa á, allt er
hátign og máttur, hér er samhengi og takmark. .. .
. . . .Svo kemur kveldið.“ — Og þar lýkur bókinni.
Ég þýddi Gróður jarðar fyrst fyrir meir en 20 árum og flutti í útvarp
(1938—’39). Sagan féll þá í mjög góðan jarðveg. Það var föst venja mín
í þann tíma, vegna annrikis, að ætla mér litla dagstund, 4 klst. eða svo
til að þýða 25 mín. lestur, og fór ég þá jafnan með blekblautt handrit að
hljóðnemanum. Ég varð að smíða við skjótan eld. Þó hefur allt megin
þessarar þýðingar staðizt margtekna yfirferð mína síðan. En seinustu miss-
itin hef ég enn leitað ráða margra góðra manna um einstök atriði. Því að
roörg orð og orðasambönd hjá slíkum stílbragðamanni sem Hamsun eru og
verða óþýðandi, og verður hverjum þýðanda þetta ærin hugraun. En öðr-
um þræði vissi ég sífellt af vini mínum Jóni frá Kaldaðarnesi, svo sem á
hlið við mig. Ég hræddist nærveru hans og reyndi vitandi að lenda ekki
undir áþján af íþrótt hans, heldur þreyta einn mína glímu við kynjamann-
inn. Enda er stílblær Hamsuns að vísu annar í Gróðri jarðar en í Viktoríu
og Pan, eins og Isak er fjarskyldur maður Glahn liðsforingja og skáldinu
Jóhannesi, og svo sem vaðmálsvendin á Ingigerði er hrjúfari en draum-
hjúpurinn um Viktoríu.
Þegar manneskjan þarf ekki lengur kartöflur né korn upp úr gróður-
niold, þá fyrnist og gildi þessarar bókar um einyrkjann í heiðinni. Hitt
er annað mál og nýrra, að Hamsun skrifaði „Grasgrónar götur“ um nírætt,
nær heyrnarlaus, sakfelldur maður, einmana í blýklefanum, hataður og
forsmáður. Sú bók á varla samstöðu með 'því sem bókmenntir kallast; hún
er upphafið verk og dularfullt, óháð landi og þjóð og höfundi, hógvær og
mnfjálgur vitnisburður til ókominna kynslóða, frá þeirri sál sem gengin var
gegnum skírslu í hinum heitasta eldi mannlegrar smánar. Þessi litla bók
ner í sér ódauðleik mannlegrar sálar, einnig hérnamegin við dauðans dyr.