Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 20
18
FÉLAGSBRÉF
ur í hátterni 'þeirra, samúð eða andúð viðstaddra ræður ótrúlega miklu
um hvert viðhorf, vettvangur dagsins er leiksvið, umhverfið áhorfendur,
sem leggja meira til leiksins en nokkurn þeirra grunar. Svo samgróið sem
þetta virðist persónuleika mannsins í daglegu lífi, kemur hitt skjótt í ljós,
ef þensla hans er lægð á einn eða annan hátt, að bak við hamhleyping
spennunnar er knýjandi þörf á jafnvægi og öryggi og jafnvel þrá eftir
kyrrð og friði. Undantekningarlítið er rót ofvirkni grafin djúpt í kviku
vitundarinnar, tíðast dulin píslarvottinum og bæld, stundum þó vituð að
nokkru leyti, en ætíð sársaukafull, marghlekkja keðja tilfinningalegra
árekstra.
1 þessari andlegu raun er engin hvíld, engin kyrrlát andófsstund. Eitthvað
verður og hlýtur að gerast sífellt, og þegar þær úrlausnir, sem tilfinning-
arnar krefjast, fást ekki, verður annað að koma í staðinn. Sú aflausn, sem
ofvirknin veitir hverja stund, getur nægt til þess að skjóta á frest þeim
sársauka, þeirri ógn eða jafnvel þeirri uppgjöf, sem vofað gæti yfir, ef
ekkert væri aðhafzt, engin útrás fengist. Sérhver hátternistilraun, sem gefur
viðþol, veitir stundarfrelsi úr klóm innri baráttu. Fyrr en varir er kerfi
varnanna fullkomnað, hver stund er tryggð ytri athöfnum, ekkert sund
ólokað, sem freistað gæti siglingar til baka, innsýnar á hættusvaeði vitund-
arinnar. Jafnvel þögninni er vísað á bug og hvíldinni skorinn þrengsti stakk-
ur, sem mögulegt er
í menningarþjóðfélagi nútímans er ofvirkjanum tekið tveim höndum.
Flótti hans frá sjálfum sér er enn hertur með þeirri velþóknun, sem nútíma-
þjóðfélag hefir á hraða, atorku, snöggum viðbrögðum og glymþörf. Of-
virkinn er í senn konungur og þræll samtíðar sinnar. Hann kemur mörgu
í verk, sveitist fyrir raunverulegum og ímynduðum hugsjónum, kaupir og
selur hratt, veiðir atkvæði, boðar stefnu eða trú, fær nafn og hrós. Þetta
tekst þó naumast, nema gáfur hans og fæmi hæfi því viðfangsefni, er hann
hefir valið sér, og vel það, því að þótt dugnaðurinn og ákafinn megi mikils,
er öryggisleysi honum fjötur um fót. Margir renna skeið sitt til enda,
bjarga sér á flótta til sæmilegs aldurs, öðrum fatast skeiðið, útrás athafna-
þarfarinnar bregzt eða verður ónóg, starfrænir sjúkdómar eða andlegt
niðurbrot kemur í stað flóttans, svo að leita verður geðfræðilegrar hjálp-
ar. Stundum slást líkamlegir sjúkdómar inn í, svo sem æðastíflur í heila
eða hjarta, sem ósannað er, að eigi sálrænar orsakir, þótt ýmsar líkur bendi
í þá átt.