Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 22

Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 22
MAGNÚS VÍGLUNDSSON, rœSismaSur: SKULDASKIL VIÐ BÓKINA Erindi jlutt á aSalfundi Almenna bókafélagsins og StuSla 13. júní 1960 Góðir fundarmenn og samherjar! Ég hefi í huga að segja hér fáein orð um nokkuð sérstæð skuldaskil og inna eftir greiðslu afborgunar af sameigin- legri skuld okkar allra við bókina. En ég segi þessi orð í tilefni yfirstandandi hlutafjárútboðs Stuðla. Gamalt íslenzkt máltæki skilgreinir afstöðu manna til bókarinnar á þann veg, að bærilegra hlutskipti sé að ganga berfættur en að vera án bókar. Og íslenzka þjóðin fékk vissulega tækifæri til að sanna staðhæfingu þessa spakmælis í verki. Berfætt — í flestum skilningi — hlaut þjóðin að ganga grýtta götu, kynslóð eftir kynslóð, en bókarlausir urðu Islendingar aldrei. Það er þessari samstöðu mæðra okkar og feðra með bókinni, sem má uni fram allt þakka, að þjóðarsálin glataðist aldrei — þrátt fyrir allt. Þau rök, sem í bókum urðu fundin, voru jafnan beittustu vopnin í bar- áttunni fyrir sjálfstæði íslands. Við stöndum þannig með nokkrum hætti í þakkarskuld við bókina fyrir það tækifæri, sem okkur gefst í dag til að koma hér saman í þeim tilgangi að fagna sameiginlega viðgangi og vel- gengni íslenzks bóka- og bókmenntafélags. Margir eru þeir, sem hafa allt frá landnámstíð lagt hönd að gerð bóka á Islandi. Mörg eru nöfn þessi gleymd, þótt efni bókanna hafi varðveitzL og áhrif þeirra varað. Allmörg nöfn atorkusamra bókaútgefenda frá fyrsta áfanga endurreisnartímabilsins blasa þó við augum: Sigurður Kristjánsson,

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.