Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 23

Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 23
félagsbréf 21 Björn Jónsson, Oddur Björnsson, Sigfús Eymundsson, Guðmundur Gamalí- elsson og Þorsteinn Gíslason, •—■ en margir fleiri koma hér við sögu. — Allir áttu þessir ágætu menn það sameiginlegt að vera auðugri af einlæg- um áhuga á að efla andlega heill þjóðar sinnar en af jarðneskum gæðum. Því fennir seint í auðrakin spor þessara trúu þjóna íslenzkrar bókar. En móðan streymir. Aðrir hafa tekið við, þar sem þessum og öðrum frumherjum féll verk úr hendi eftir langan og annasaman starfsdag. Svo giftusamlega hefur til tekizt, að í hlut Almenna bókafélagsins hefur nú komið að skrá nýjan kafla í merkilega sögu eins frumherjanna, er fé- lagið hefur tekið við bókagerð og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Öllum okkur, sem hér erum, sem og hinum mörgu þúsundum annarra manna, sem eru aðilar að Almenna bókafélaginu, er ljóst, að stjórn félagsins undir forystu Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra, og framkvæmda Btjórans, Eyjólfs K. Jónssonar, allt frá stofnun hinn 17. júní 1955, hefur tekið rösklega til hendi. Þegar getur að líta merkilegar framkvæmdir, og enn önnur framkvæmdaáform eru okkur kunn. Tvímælalaust hafa forráða- menn Almenna bókafélagsins hér leyst frábærlega vel af hendi viðamikið og vandasamt hlutverk. Alls þessa höfum við m.a. gert okkur ljósa grein af skýrslum þeim, sem hér hafa verið fluttar í dag. Flestum >er svo farið, að þeim er ljúfara að styðja þann, sem leggur sig allan fram um að hjálpa sér einnig sjálfur. Og er Almenna bókafélagið nú leitar til okkar og annarra velunnara um áframhaldandi fjárhagslegt brautargengi, má um fram allt ekki undan falla að minna á, að félagið hefur æ fullnægt til hins ýtrasta þessari grundvallarkröfu, að hjálpa sér sjálfur. Sjálfsagt þykja okkur ærin og margvísleg tilefni til athugunar og áhyggju 1 sambandi við efnahagsmál, nú siem endranær. Vel má vera að svo sé, en góðri forsjón er þó svo fyrir að 'þakka, aS viS /slendingar þurjum ek'ci /ramar aS velja á milli bókarinnar og hinna annarra lífsins gœSa. Nú er spurningin aSeins þessi: Hvá8 stóra afborgun eigum við nú að greiSa af Utt útreiknanlegri þakkarskuld okkar allra til bókarinnar? Við þessi skuldaskil mun hver og einn meta sitt tafl. En við skulum þó leitast við að hafa þessa afborgun það sómasamlega, að hún geri Almenna Bókafélaginu — rishæsta íslenzka bókmenntafélaginu sem nú starfar með þjóðinni — mögulegt að skrá á minnisverðan hátt þann kafla sögu þessa ^ólags, sem á næstu miss'erum verður til bókar færður.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.