Félagsbréf - 01.10.1960, Page 24
GEORGE F. KENNAN:
BERIÐ HINGAÐ LJÓS
RæSa flutt á ráðstefnu samtaka Frjálsrar menningar á
10 ára afmæli þeirra í Berlín 16.—22. júní i sumar.
Tþessi samtök, samtök Frjálsrar menningar, hafa frá upphafi orðið að
vera á varðbergi gegn tvenns konar hættum: hinum ytri hættum, sem
stafa frá þeim mönnum, sem ekki trúa á verðmæti frelsis, og hinum innri,
sem óviljandi og oft óséðar geta sprottið úr þróun samfélags vors, því að
í lífinu má aldrei líta á frelsið sem sjálfsagðan hlut, heldur verður að
berjast fyrir því á degi hverjum, eins og Coethe hefur svo réttilega komizt
að orði.
Hinar ytri hæltur hafa í eðli sínu breytzt frá því samtök vor voru
stofnuð. Fyrir tíu árum voru menn ennþá mjög áhyggjufullir, að hin
skelfilega ógnun hugsjónalegrar samræmingar kynni að vaxa yfir þáver-
andi takmarkanir og gæti spillt andlegu lífi á ýmsum sviðum. Slík út-
breiðsla var einungis gerleg á tvennan hátt: með innri hugsjónalegri og
pólitískri baráttu eða með styrjöld.
I hugsjónalegum efnum virðist mér hættan mun minni. Þar höfum vér
mikið lært á síðustu tíu árum. Ég hef ekki trú á því, að í þeim hluta heims-
ins, sem ekki lýtur stjórn Moskvu eða Peking, sé hægt að telja nokkra
menntaða þjóð á að selja af frjálsum vilja frumrétt sinn til sköpunarfrelsis
fyrir gerviöryggi, sem fólgið er í undirgefni við herskáa og agaða hreyf-
ingu. sem er haldið u[)pi með blekkingum um æðri tilgang. Til þess er
yfirgangssemi, þverlyndi og skinhelgi kenningar Marx og Lenins undir
stjórn núverandi æðstuj)resta hennar orðin of augljós. 1 Jressum efnum
eru það ekki vér, sem erum í varnarstöðu, heldur þeir menn, sem enn
hafa ekki skilið, að í hinu andlega lifi birtist menningarreynsla margra
alda og það verður ekki gert einfaldlega að verkfæri einstakrar tíma-
bundinnar stjórnmálastefnu.
Og að hve miklu leyti geta styrjaldir og landvinningar skert það svið,
þar sem ríkir frjáls menning?