Félagsbréf - 01.10.1960, Page 28

Félagsbréf - 01.10.1960, Page 28
26 FÉLAGSBRÉF hverju henni tekst að troða fram fyrir annað eða útiloka. Hverjir svo sem kostir og jöfnuður nútíma útbreiðslutækja kunna að vera, virðast mér þau þó vera greinilega þeim takmörkum háð, að þau eru samkvæmt eðli sínu í höfuðatriðum snapvís og ófrjó. Þau munu tæplega af eigin mætti veita oss þá skapandi andlegu þróun, sem er nauðsynleg trygging fyrir þróttmiklu framhaldi menningarhefða vorra. Til þess verður eitthvað annað að vera fyrir hendi: eitthvað, sem ekki er miðað við viðbrögð neytandans, heldur viðfangsefnið sem slíkt, rúm fyrir gæði vegna gæðanna, rúm fyrir tilraunir, hið dulræna, já og hið byltingarkennda. Vér getum búið við múgmenningu eins og þróun hennar er nú, en guð hjálpi oss, ef hún verður hin eina leign vor og ef fegurðarviðleitnin í hugsun og tilfinningu skyldi ekki eiga kost á að halda áfram göngu sinni eftir ákveðnum eldri sundur- greindum og einstaklingsbundnum leiðum. Vissulega er vandamálið ekki eins alvarlegt í Vestur-Evrópu og í Ameríku. En þér Evrópubúar eruð svo óhikandi við að tileinka yður hinar tæknilegu nýjungar, að samkvæmt minni skoðun verður þetta einnig yður vandamál í framtíðinni. Það er ekki einungis spurning um andlega og listræna sköpun, heldur um lífssnið. Það getur verið nauðsynlegt og æskilegt, að mennirnir lifi á þann hátt, sem þeir nú gera, en Iþað er mjög mikilvægt, að þetta lífsform sé ekki hið einasta. Ég bið yður að misskilja mig ekki: ég er ekki að ræða munað: Ég segi iekki, að vér eigum að reyna að láta fólk búa framvegis í stórum húsum með fjölmennu þjónustuliði og öllu því drambi, sem hinir útvöldu og stóru menn þessarar jarðar lögðu sig í framkróka um i eina tíð af elsku við sína eigin persónu. Það, sem ég hef í huga, útilokar ekki einfaldleikann — þvert á móti, það er óhugsanlegt án einfaldleikans. Mér hrýs einungis hugur við þeirri veröld, þar sem menn geta hvergi búið við unað og sæmd, þar sem enginn finnur lengur einveru og kyrrð, þar sem hvergi er lögð stund á mannkosti viegna mannkostanna sjálfra. Mér er ekki svo mjög í mun, að milljónir manna séu þess albúnar að hlusta á sania andartaki á sömu tónana eða skoða sömu hlutina, sem einhver stofnun hefur gert þeim aðgengilega, fyrir milligöngu einhvers, sem þeir ekki þekkja og hafa að öllu jöfnu engin skilyrði til að ná sambandi við. Mér er miklu meir í mun, að þeir menn, sem ekki vilja heyra þessa hluti eða sjá, séu ekki neyddir til að sjá þá og heyra. — Ég mundi vilja, að einnig væn til lífsform fyrir þá, sem jafnvel á opinberum vettvangi vilja finna set kyrrlátan stað fyrir sínar eigin hugsanir, vilja heldur sjá náttúruna ein3

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.