Félagsbréf - 01.10.1960, Side 35
FÉLAGSBRÉF
33
var nálega alger skortur á reglulegum, vönduðum og ýtarlegum yfirlits-
og fræðslugreinum um ýmis menningarmálefni, eftir dugandi kunnáttu-
menn. Alþýðlega rituðum kroníkum.
Nú tek ég mig til og hugsa mér að gera dálítið ýtarlegri athugun á því,
hvert rúm bókmenntirnar skipi í aðalblöðum Reykjavíkur um tiltekið tíma-
bil. Blöðin, sem ég styðst við eru Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Tíminn,
Þjóðviljinn, Vísir. Og tímabilið eru mánuðirnir júní, júlí, ágúst. — Mér
finnst ómaksins vert að huga að þessu einfaldlega vegna þess, að blöðin
eru öflugri skapendur almennra skoðana, viðhorfa og áhugamála, en nokk-
urt annað vald í opinberu lífi, að útvarpinu engan veginn undanteknu. Það
sem blöðin hafa tekið að sér að bera fyrir brjósti og sinna af alúð, deyr
ekki útaf í almennu sinnuleysi. Það sem þau hirða ekki um að neinu marki,
lendir í útideyfu, þokar út fyrir svið hins almenna áhuga, verður lítils-
vert í vitund, smávægt að almennu mati. í þessu er fólgin hin stórkostlega
ábyrgð blaSanna í ritfrjálsum löndum. Og raunar vegsemd þeirra og gildi.
Og hver verður svo hlutur bókmenntanna hjá þessum virðulegu blöðum
miðað við þetta tímabil?
Hann verður sorglega smár.
Hann verður beinlínis lygilega lítill og ómerkilegur.
Hann verÖur að hornreku og viðundri miðaS við það rúm sem þessi
hlöð helga annars því efni, sem í víðustu merkingu má heimfæra undiii
menningarmál samkvæmt framansögðu.
Ef miðað er við framangreint þriggja mánaða tímabil, þá eru dans og
dægurlög, innlend og erlend, ferðalög og umsvif danshljómsveita, frammi-
staða og kynning einstakra dægurlagasöngvara fyrirferðamesta efnið, sem
þessi blöð flytja undir þá grein, sem nefna verður menningarmál. Mörg
blaðanna helga iþessum málum vikulega síðu, með fastráðnum ritstjórum.
Einstakar „stjörnur“ á himni þessarar listar eru kynntar með mikilli við-
höfn og glæsilegum myndum, hverju spori þeirra fylgt, eins og möndull
þjóðlífsins ætti legur sínar í danshúsum landsins og hreyfiafl hans væri
hávaðinn, sem þessi snotru ungmenni gætu framleitt. Mér til ósegjanlegrar
furðu komst ég að raun um, að ofangreind blöð hafa á umræddu tímabili,
helgað þessum þætti íslenzks menningarlífs ríflega tíu sinnum meira af
rúmi sínu og áhuga en bókmenntum þjóðarinnar í heild. Að vísu er þessi
athugun gjörð á framangreindum sumarmánuðum. Ef hún hefði verið gjörð
vikurnar fyrir jólin, hefði hlufall bókmenntanna efalaust orðið hagstæðara.