Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 37

Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 37
FÉLAGSBRÉF 35 við höfunda þjóðarinnar mundi verða þeim haldbetri en þessi. Hún mundi í skemmstu máli eignast betri bókmenntir. Og vaxa af þeim eins og hverju því, sem vel er unnið. Nú vil ég taka það rækilega fram, að þessari ásökun minni um hirðuleysi í garð bókmenntanna er ekki stefnt gegn neinu einstöku af áðurnefndum blöðum öðru fremur. Henni er stefnt gegn blaðakosti höfuðborgarinnar í heild — gegn pressunni, eins og það er kallað í erlendum málum. Ekki heldur óska ég, að orð mín séu skilin svo að þau eigi að vera áfellisdómur sérstaklega um það hávaðasama fyrirbæri, sem hér hefur verið tekið til samanburðar við bókmenntirnar um aðbúð af hálfu dagblaðanna. Og þó verður það að segjast, að allmikið af þessu eru afsiðandi og afmannandi ruddaverk, livort sem á er litið frá sjónarmiði skáldskapar eða tónlistar, og flutt á smekklausasta hátt af kunnáttulitlum og getusmáum amlóðum. Það sem á er deilt er einungis það, að þetta styðja dagblöðin beint og óbeint á kostnað annars gildara í bókmenntum og listum, sem lægra hefur um sig. Vera má, að þetta þyki vænlegt til útbreiðslu og vinsælda, en það er eigi að síður undanhald fyrir því auðvirðilegasta í smekk og duttlungum samtímans. Og þessi undanlátssemi verður mjög á kostnað tungunnar og sæmilega óbrjálaðs mats á gildi fagurra hluta í skáldskap og tónlist. Á meðan stór- skáld eins og Þorsteinn Erlingsson, Einar Benediktsson, Stephan G. Stephans- son, Guðmundur Guðmundsson, Matthías Jochumsson og Einar H. Kvaran töldu sér sæma að birta ljóð sín í blöðum, hefði enginn ritstjóri á íslanrii árætt að gera sig að því veraldar viðundri að birta undir nokkra þá grein, sem kenna mætti við skáldskap, tízkutextana, sem ég hef verið að lesa í blöðunum í sumar. Þeir hefðu látið það ógert, beinlínis af ótta við að verða að almennu athlægi. En tímarnir breytast. Og það er ekki svo vel) að allar breytingar tímanna séu til bóta. Skáldskapurinn er horfinn úr blöðunum. Og það er til engra bóta fyrir blöðin eða þjóðina. Og volaðri leirburður en aumustu rímnaskáld settu saman á niðurlægingaröldum þjóð- arinnar er kominn þangað í staðinn. Og það er heldur ekki gott fyrir blöðin, né þann fjölda manna, sem sækir í þau efniviðinn í hversdags- skoðanir sínar, áhugamál og smekk. Að lokum eitt. Þar sem ég hef talað um bókmenntir í grein þessari á eg ekki við fagran skáldskap einvörðungu, ljóð skáldsögur, leikrit og greinar (essays), sem telja verður til fagurra bókmennta, heldur bókmenntir þjóðarinnar í víðustu merkingu, fræði hennar og vísindi, engu síður en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.