Félagsbréf - 01.10.1960, Page 42
40
FÉLAGSBRÉF
Hann vissi betur. Ég sagð’i húsbyggj-
endunum að þetta væri gagnrýni á
verk þeirra og verkfræðingur þeirra
lét rigna svo miklu af staðreyndum
og tölum yfir embættismanninn
að hann átti engra annarra kosta
völ en láta undan og skipunin um
að styrkja gólfin, sem reyndar hefði
veikt þau, var látin niður falla.
En notkun almennings á birgða-
geymslu okkar varð okkur dýrt
spaug. 1 hvert skipti sem varað var
við loftárás flykktist inn alls konar
fólk og nældi sér í bækurnar okkar
þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir.
Einn þeirra sem sýndu hvað frekleg-
astan aðgang reyndist vera vel kla^dd
hefðarfrú sem labbaði sig inn í
bókaverzlun í nágrenninu með fjög-
ur eintök af dýrri bók sem hún vildi
selja. Bóksalinn grunaði hana um
græsku og símaði til mín. Ég gekk
fljótlega úr skugga um að eintökin
höfðu komið úr kjallaranum okkar
en meðan á því stóð hafði „hefðar-
frúin“ haft sig á brott. Samtals nam
tap okkar vegna iþjófnaðar töluvert
miklu þótt það væri óverulegt í sam-
anburði viS það sem annars staðar
gerðist því þegar ég kom á skrifstof-
una 8. nóvember 1940 komst ég að
því að nóttina áður hafði vöruhúsið
í Edmonton, þar sem aðalbirgðir
okkar voru, hreinlega sprungið í loft
upp. Á þeirri nóttu einni misstum
við eina milljón og fjögur hundruð
þúsund bækur sem eyðilagði tvö þús-
und og eitt hundrað titla á skrá okk-
ar og við höfðum í mörgum tilfell-
um aðeins fáeinar bækur í bandi.
Auðvitað urðum við fyrir persónu-
legum skakkaföllum eins og aðrir.
Einn af starfsmönnum okkar kom
heim einn daginn og komst að raun
um að koua hans hafði orðið fyrir
sprengju og hún hafði hreinlega
orðið að engu; annar missti heimili
sitt og allt sem hann átti nema fötin
sem hann kom í á skrifstofunu.
Slíkum atvikum er bezt að gleymu
en mig langar að minnast sögu einn-
ar stúlkunnar sem sá um verðskrána,
hún var loftvarnavörður og gegndi
sjálfboðavinnu nótt eftir nótt. Hún
kom stundvíslega að vanda morgun
nokkurn og skýrði okkur frá því
að meðan hún hefði verið að sinna
særðum mönnum nóttina áður hefðu
allir gluggarnir á bakhlið húss síns
nema einn brotnað við sprengjufall.
Nokkrum dögum síðar bað lnin af-
sökunar á því að hún skyldi vera
svolítið sein, hún sagði að allir
gluggarnir á hinni hlið hússins hefðu
sprungið og það hefði valdið tölu-
verðri ringulreið. Svo bætti hún við
glaðlega: „Við höfum ennþá einn
glugga". Viku síðar tilkynnti hún
brosandi: „Síðasti glugginn okkar er
farinn“, eins og þar með væri öll-
um áhyggjum af henni létt.
Verri að mörgu leyti en tap á