Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 45

Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 45
BÆKUR Frd Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum. Halldór Kiljan Laxness: Paradísarheimt, 301 bls. Helgafell, Reykjavík 1960. Um alllangt skeið var það vitað, að Nóbelsskáldið okkar sæti við að skrifa nýja bók um eitt af uppáhaldsmó- tivum sinum, en inspírasjónina að því átti hann að hafa sótt til íslenzkra mormóna, sem tekið höfðu sig upp héðan og sctzt að 1 hinu fyrirheitna landi mormóna, Utah i Bandaríkjum Norður-Ameríku. Okkur var skýrt frá þessu hvað eftir annað í dagblöðum og öðrum ritum og einnig þvi, að skáldið hefði tvivegis gert sér ferð vestur þangað til þess að drekka i sig ■'docal color“, eins og þeir nefna það þar vestra, og einnig til þess að fá að snerta kver Þórðar Diðrikssonar, sem hann hóttist hafa leitað víða um jarðir og ekki f'rndið, en það reyndist síðan vera til bæði hér á Landsbókasafninu og i bókasafni Gunnars Hall, kannski víðar. Þannig geta margir leitað langt yfir skammt. íyrstu íslendingarnir, sem settust að dvrir sunnan landamæri Kanada og Bandarikjanna, var fólk, sem fór fótgang- ar>di alla leið frá hinni miklu miðborg r)kjanna, Chicago, við Michiganvatn, og 'estur til Spanish Fork í Utah. Það tók ser þar bólfestu og gerðist mormónar. hetta var árið 1855, en frá þvi er jafn- framt sagt, að sumt af þessu fólki hafi ýtt á undan sér handvagni með pjönkum sínum á alla þessa leið. Aðrir báru ver- aldareigur sínar á bakinu. Þetta fólk var ekki einungis að leita að veraldlegum gæðum. Einhver innri eldur og trúar- sannfæring rak það áfram þennan óra- veg yfir sléttur, fjöll og eyðimerkur, eitt- hvert afl, sem var engu siður sterkt en kaffið, er dró Brazilíufarana til sin forð- um daga. Þessir íslendingar voru að leitu að landinu eilífa, sannleikanum, og voru sannfærðir um, að þarna úti í eyðimörk- inni væri hann að finna. Jósef Smith hafði meðal annars sannað þeim það með pislarvættisdauða sínum i borginni Chicago allmörgum árum áður. Það er yrkisefnið um þetta fólk og leit þess að sannleikanum og þúsund ára ríkinu, sem lokkar huga skáldsins að þessu sinni. Ekki þarf lengi að lesa í Paradísarheimt til þess að sjá að undirstaða verksins, og kannski ein helzta ástæðan fyrir þvi, í þeirri mynd, sem skáldið hefur unnið það, er ævisaga Eiríks á Brúnum, eyfellska bóndans, sem fyrir margra hluta sakir hlýtur að teljast hinn merkilegasti og sér- stæðasti persónuleiki. Hann er hinn snotrasti bóndi á einum hólmabæjanna við Markarfljót, sem nú er kominn í eyði, smiður góður, efnast dável á þeirra tíma mælikvarða og hittir Valdimar prins og Kristján konung við konungskomuna árið 1874, sökum þess að hann er með hesta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.