Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 51

Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 51
félagsbréf 49 omerkilegri en sú stund, er hann hélt á milli handa sér kverinu eftir Þórð Dið- riksson. Og ekki efast ég um, að það hefur verið áhrifaríkara að snerta þann gimstein inni í sjálfu musteri mormóna i Síonsborg þeirra, en teygja sig yfir það undir einhverri lampaskímunni á Lands- bókasafninu. Það er erfitt að hugsa sér meiri and- stæður í fílósófisku tilliti en taóismann og kristindóminn, einkanlega kaþólskuna. Sá sem játar kaþólska trú og grundvöll verður annað hvort að taka við henni allri eða láta hana vera. Þar er engrai undankomu auðið, og að þessu leyti er hún fullkomlega exklúsív og gerir auð- vitað ráð fyrir því að allir menn séu vond- ir í eðli sínu, afsprengi erfðasyndarinnar, því að öðrum kosti væri meiningarlaust að vera að rembast við að gera þá sálu- hólpna og undirbúa þá undir himnaför og eilíft líf með fyrirgefningu syndanna. Hið sama mætti einnig segja um bók- stafstrúarkenningu kommúnismans. Taóisminn er aftur á móti fullkomlega inklúsívur í grundvelli sínum. Hann nær til lífsins alls, eins og það er. í huga aust- urlandabúans eru trúarbrögðin fyrst og fremst leið, vegur, en takmarkið er ekki alltaf jafn ljóst. Þar er þúsund ára ríkið heldur fábreytileg hugmynd, og maður- inn og ríki hans er sem eitt laufblað meðal allra laufanna, sem eitt sandkorn í allri sandhrúgunni, og í þeim smáögnum er sannleikans jafnt að leita sem í hinum háleitustu kenningum vitrustu spekinga. Skýin, daggardroparnir, trén, blómin og kornið eru taóistanum raunverulegri en uiaðurinn sjálfur og öll heimsveldi hans. Og hvað gerist ekki með þá Eirík frá Brúnum og Steinar Steinsson í Hlíð und- 'r Steinahlíðum? Báðir halda þeir yfir heimshöfin og álfur til Síons, þúsund ára rikisins, himnaríkisins á jörðunni, í leit að sannleikanum, en hann reynist háll og hverfull eins og lífið allt. Var þá kró- inn bara kominn undir á ofur mannlegan og eðlilegan hátt, í stað þess að vera ein- getinn? Var hestur lofts og lagar, sá sem átti að vera kominn út af nykrum, þá bara rauður reiðhestur, og kistillinn með öllum leynihólfunum og leyndarmálunum einungis veraldleg hirzla? Var þetta bara blekking ein? Eitt er víst, að þeir snúa aftur til síns heima og taka upp fyrri iðju. Skyldi hinn mikli leitari vera kom- inn heim aftur og farinn að tjasla upp á sinn gamla vallargarð? í þessari bók er sem Laxness vilji segja á sinu tvíræða og merkilega talmáli: — Hvað sem öllum sannleika líður og stofn- un þúsund ára ríkis, þá er það persóna mannsins, einstaklingseðli hans og hvernig hann breytir við náungann og umhverfi sitt, sem mestu máli skiptir. Allmarga hef ég rætt við, sem lýst hafa yfir vonbrigðum sínum og óánægju yfir þessari síðustu bók Kiljans. Ekki veit ég við hverju þeir menn hafa búizt, en þeir hafa líka nokkurn rétt til þess að búast við miklu, því það er erfitt að rísa undir því að vera Nóbelsskáld og ekki þakklátt að vera þiggjandi hinnar miklu umbunar, hversu mjög sem til hennar er unnið. Ég get ofurvel fallizt á, að þetta verk sé ekki gallalaust, og kemur þar einna helzt til hve bókin er laus í reipum, form- ið losaralegt. Við eigum að venjast miklu fastara og heilsteyptara formi á bókum Laxness, formi sem veitir lesandanum meiri stuðning og heillegri yfirsýn yfir verkið. Hér er þessu ekki svo farið, auk þess sem sagan öll er mjög tvíræð, eins og höfundurinn sé vísvitandi að villa mönn- um sýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.