Félagsbréf - 01.10.1960, Side 57

Félagsbréf - 01.10.1960, Side 57
félagsbréf 55 Að mínu áliti nýtur stíll Þórbergs sér bezt í frásögnum. Má þar til dæmis benda á ritgerðina „Vatnadagurinn mikli“. Só miðað við bókmenntalegt sjónarmið finnst mér þessi ritgerð bezt allra í þessu safni. Og ekkert hef ég lesið eftir Þórberg sem mér finnst meira um. Þetta er snilld. Og stíllinn. Ég er að bugsa um að koma með sýnishorn en veit ekkert hvað á að taka. Hér er um svo margt að velja. Hvað um þetta: „Straumfossinn bylur á hestinum og flýgur framhjá okkur í ótal myndum og te.knum: bungandi hólar, uppmjóar strýt- ur og strókar, hringsveipir, sem likjast oðum hundum, sem lilaupa kringum skott- ið á sér, veltandi holskeflur, risavaxnar kryppur, sem skjótast upp úr jökulmorinu, — ein svarrandi flaumbreiða trylltra kynjamynda, sem geysast uppá yfirborðið °g sogast niðurí leirmyrkrið í þrotlausum umskiptum og endurtekningum." Eða þetta: „Það er ekkert annað líf t lli> þegar maður er staddur útií miðri Skeiðará eftir fimm daga haustrigningu." 011 er þessi frásaga stórkostlegri en hægt er að segja hér í nokkrum orðum. Þess vegna er bezt að sleppa því að reyna það. Frásögn sem þessi er ekki á færi margra íslendinga. ðfá vera að þessi frásaga hafi skemmt fyrir mér verkið í heild. Mér finnst hún uefnilega standa svo miklu ofar öllu öðru sem þar er að finna. Þó býst ég við að hægt sé að kynnast f’órbergi mikið við lestur þessara ritgerða. ^ þeim má sjá hvaða málefni hafa helzt Knpið huga hans á einstökum tímum. Það er h®gt að kynnast skoðunum hans og róksemdafærslu. Og má vera að hér geti ^ókmenntafræðingar fundið nokkuð það er 'urpar nýju ljósi ó rithöfundarferil hans. ■^em stendur er í tízku að gefa út ritgerðir og allt ofan í símskeyti íslenzkra rithö1'- unda. Ég er ekki viss um að slíkt sé væn- egt til árangurs. Ég er ekki viss um að það geri neinum greiða, hvorki rithöfund- inum sem í hlut á né heldur þeim mönn- um er safna bókum. Menn verða stundum fyrir vonbrigðum með slík rit. Njörður P. NjarSvík. HirðisbréfiS. Sigurbjörn Einarsson: Ljós yfir land. Hirðisbréf til presta og safn- aða ó íslandi. Reykjavik: Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1960, 200 bls. etta er efnismesta hirðisbréf, sem ís- lenzkur biskup hefir látið frá sér fara, fimmfalt að vöxtum við hið síðasta. Fyrri hirðisbréf* hafa verið hvatningar- bréf til prestanna einna, en hér er á ferð- inni kveðja til safnaða landsins og presta þeirra í bókarformi. Af þessum sökum hljóta menn að lcsa bréfið með athygli og eftirvæntingu, og svo vegna hins, að höf- undur þess hefur ó liðnum áratugum kvatt sér hljóðs meðal þjóðarinnar um grund- völl kristindómsins og brýn viðfangsefni kirkjunnar í landinu. Það kemur einnig til, að nú eru vakningartímar, og mikil eftirvænting ríkir meðal kirkjunnar manna um það hvað framundan er. Það er ekki sami ferski blærinn yfir sumum köflum þessarar bókar, einkan- lega í síðari hluta hennar, og ýmsu þvi, er höfundur hefir áður látið frá sér fara. Því veldur sjálfsagt það, að bókin er skrif- uð að nýafstöðnum erli og vökum atburða- riks sumars í lifi höfundar, og svo hitt, að hann talar nú sem ábyrgur maður, er ekki getur gert þær kröfur- til annarra um

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.