Félagsbréf - 01.12.1960, Side 8

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 8
6 FÉLAGSBRÉF sundurleitur hópur með misjafnan smeklt á lesefni. Einn vill kannski alvarleg skáldverk, annar skemmtisögur, þriðji ferðabœkur fjórði náttúrufrœði o.s.frv. Er pvi auðséð, að útgáfan verður að vera fjölbreytt, — ef vel á að vera svo fjölbreytt, að hver félagsmað- ur finni þar margt við sitt hæfi, minnst 4 bækur á ári af þeim 10—12 bókum, scm félagið gefur út árlega, þvi að á því byggist raunverulega það skipulag, sem félagið starfar nú við. En af framan- sögðu er augljóst, að þetta er ærinn vandi og hefur sjálfsagt ekkí tekizt fullkomlega. Gagnrýni. En hvað sem þvi liður, verður ekki sagt með réttu, að félagið liafi sætt mikilli gagnrýni fyrir val útgáfubóka. Ekki minnumst vér þess, að nokkur slik gagnrýni hafi komið fram oþinberlega. Einstöku sinnum — og þó alltof sjaldati — berast útgáfunni bréf frá félags- mönnum, þar sem þcir láta í Ijós álit sitt á bókum félagsins. Eru margir ánægðir, aðrir ekki. En undarlegt er það, að þegar um gagnrýni er að ræða i þessutn bréfum, þá beinist hún yfirleitt að þvi sama: að félagið gefi út of þungar bækur og ekki nógu mikið af skemmtiefni. Nú er örlilið misjafnt, við hvað fólk á með skemmtiefni. Sutnir eiga við reyfara, aðrir við sögur, sern beinlítiis eru ritaðar í þvi skytii, að þær seljist vel og eru þá læknar og hjúkrunarkonur gjarnan þersónur þar; sumir eiga aftur á móti við fjörugar ferðabækur, og fleira mætti telja. En hver setn gagnrýnin er, verður að rneta hana og vega og hafa hliðsjón af henni á einhvern hátt. Til móts við skemmticfnið má þó eigi ganga nema harla skammt. Ef t.d. þriðjungur útgáfubóka félagsins árlega (þ.e. 4 bækur) miðaði að þvi fyrst og fremst að skemmta, þá vœri of langt hoþað frá þvi markmiði, setn félagið setti sér i upphafi, — „að efla menningu þjóðarinnar tneð útgáfu úrvalsrita i fræðum og skáldskaþ.“ Af þvi leiddi, að maður, sem aldrei veldi annað en skemmtibækur, gæti þó haldið félagsréttind- utn, og yrðu þá lílil menningaráhrif félagsitis á heimili hans. Aftur á móti væri e.t.v. viðeigandi, að félagið gæfi út eina til tvœr sketntnlibækur á ári, alls ekki fleiri. Almenna bókafélagið er

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.