Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 16

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 16
14 FÉLAGSB RÉF „Nú, jæja,“ sagði ég, „hvenær leggjum við á hann?“ En hann var alls ekki að lilusta, heldur lá í myrkrinu harður og kyrr, eins og hann væri úr járni. „Ég verð að fara sagði hann. „Mér er ómug- legt að sætta mig við, að fólk fari svona með Bandaríkin.“ „Já,“ sagði ég, „það verður að sitja við það með eldiviðinn. Ég sé ckki betur en við megum til að fara.“ Nú heyrði hann, hvað ég sagði. Hann lá aftur kyrr, en það var ekki sams konar kyrrð. „Þú?“ sagði hann. „í stríðið?“ „Þú lumbrar á þeim stóru og ég á þeim litlu,“ sagði ég. Þá sagði hann mér, að ég fengi ekki að fara. 1 fyrstu' héll ég, að hanu vildi bara ekki, að ég væri að hanga í honum, frekar en hann vildi liafa mig, þegar hann var á höttunum eftir Tullstelpunum. En svo sagði hann mér, að herinn vildi mig ekki, af því að ég væri of litill, og þá vissi ég, að honum var alvara, og ég myndi ekki fá að fara neitt. Einhvern veginn hafði ég ekki lagt fullan trúnað á það, fyrr en nú, að hann ætlaði að fara sjálfur, en nú vissi ég það og ennfremur, að ég átti hvergi að fá að fara. „Ég skal þá höggva við og sækja vatn 'handa ykkur,“ sagði ég. „Þið þurfið eldivið og vatn.“ Nú var hann þó farinn að hlusta á mig. Járnið var horfið úr honum. Hann sneri sér að mér og lagði höndina á brjóstið á mér, því að nú var það ég, sem lá á bakinu harður og teinréttur. „Nei,“ sagði hann. „Þú verður að vera heima og hjálpa pabba.“ „Hjálpa honum til hvers?“ sagði ég. „Hann hefir aldrei dregið neilt uppi. Og hann getur ekki dregizt lengra aftur úr. Honum er ekki ofætluu að sjá um þennan jarðarskika, meðan við erum að sigra Japana. Ég verð að fara. Ef þú verður að fara, verð ég það líka.“ „Nei,“ sagði Pétur. „Þegiðu nú. Þei.“ Og honum var alvara og ég vissi það. Ég vildi bara heyra hann segja það sjálfan. Ég lét undan. „Ég fæ þá ekki að fara,“ sagði ég. „Nei,“ sagði Pétur. „Þú færð ekki að fara. Þú ert of lítill í fyrsta lagi. Og í öðru lagi. . . .“ „Þá það,“ sagði ég. „Þegiðu þá og lofaðu mér að fara að sofa.“ Hann þagnaði þá og lagðist aftur á bak. Og ég lá kyrr og lézt sofa, og ekki leið á löngu, þangað til hann var sofnaður, og ég skildi, að það var löngunin til að fara í stríðið, sem hafði valdið honum áhyggjum og haldið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.