Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 18

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 18
16 FÉLAGSBRÉF ég skil það ekki og skal aldrei skilja það og þú mátt ekki ætlast til þess.“ Og Pétur kom aftur upp í og lá síðan á bakinu kyrr og harður eins og járnkarl. Svo sagði hann, án þess hann væri að tala við mig eða yfirleitt við nokkurn: „Ég verð að fara. Ég verð að fara.“ „Auðvitað verðurðu að fara,“ sagði ég.. „Þessir Japanar....“ Hann sneri sér snöggt við, bylti sér á hlið og fór að horfa á mig í myrkrinu. „Þú ert að minnsta kosti ágætur,“ sagði hann. „Ég bjóst við að eiga í meira stappi við þig, en allt hitt fólkið samanlagt.“ ' „Það er ekkert við því að gera,“ sagði ég. „Kannske stendur stríðið í nokkur ár og ég næ í það. Kannske geng ég bara fram á þig þar einn góðan veðurdag.“ „Ég vona það verði ekki,“ sagði Pétur. „Maður fer ekki í stríð að gamni sínu. Maður skilur ekki að gamni sínu við móður sína grátna.“ „Af hverju ertu þá að fara?“ sagði ég. „Af því ég verð að fara,“ sagði hann. „Ég bara verð. Farðu nú að sofa. Ég þarf að ná í bílinn til Memphis í fyrramálið.“ „Allt í lagi,“ sagði ég. „En þeir segja, að Memphis sé stór borg, og hvernig ætlarðu að finna herinn?“ „Ég spyr einhvern, hvar maður gangi í herinn,“ sagði Pétur. „Farðu nú að sofa.“ „Spyrðu þannig? Hvar maður gangi í herinn?“ „Já,“ sagði Pétur. Hann sneri sér á bakið aftur. „Þegiðu og farðu að sofa.“ Við fórum að sofa. Daginn eftir borðuðum við morgunmatinn við lampa- Ijós, því að vagninn átti að koma um sexleytið. Mamma var hætt að gráta. Hún var aftur hörð á svip og önnum kafin að bera á borð fyrir okkur, meðan við vorum að eta. Hún lauk þarnæst við að búa niður í tösku Péturs, enda þótt hann vildi alls ekki hafa með sér tösk.u í stríðið. En mamma sagði, að alminlegt fólk færi aldrei að beiman nema hafa með sér föt til skiptanna og eitthvert ílát undir (þau. Hún lét í töskuna skókassann með steiktum hænsnum í og biblíuna lét hún með líka, og þá var kominn tími til farar. Ekki vissum við þá, að mamma ætlaði ekki út að bílnum. Hún kom bara með húfu Péturs og kápu og grét ekki heldur þá, en stóð hjá Pétri með hendur á öxlum hans og hreyfði sig ekki, en einhvern veginn meðan hún stóð þarna og hélt um axlir Péturs, var hún sjálf eins harð'eg og byrst og Pétur hafði verið kvöldið áður, þegar hann sneri sér að mér í rúminu og sagði að ég væri þó að minnsta kosti ágætur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.