Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 19

Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 19
félagsbréf 17 „Þeir mættu taka landið og eiga fyrir mér, ef þeir bara létu mig og mína í friði,“ sagði hún. Svo sagði hún: „Gleymdu aldrei, hver þú ert. Þú ert ekki ríkur, og það hefir enginn heyrt þín getið utan endimarka þessa þorps. En þitt blóð er eins gott og nokkurs annars og gleymdu því aldrei.“ Svo kyssti hún hann, og við gengum út. Pabbi burðaðist með tösku Péturs, hvort sem Pétri líkaði betur eða verr. Birtingin var enn ókomin, jafnvel eftir við höfðum beðið um stund úti hjá póstkassanum. Loks sáum við ljósin á bílnum nálgast, og ég horfði á bílinn koma, þangað til Pétur veifaði til hans, og viti menn, þá var allt í einu komin dagrenn- ing; hún hafði komið óvörum, meðan ég var að hugsa um annað. Og nú áttum við Pétur von á, að pabbi færi að segja einhverja vitleysu, eins og áður, þegar hann fór að lala um Marsh frænda, sem særðist í Frakklandi og sitt eigið ferðalag til Texas 1918, og hvernig þetta ætti að vera nóg til að bjarga Bandaríkjunum 1942, en hann minntist ekki á það. Hann var ágætur líka. Hann sagði hara: „Vertu sæll, sonur. Gleymdu ekki, hvað mamma þín sagði og mundu eftir að skrifa henni, þegar þú kemur því við.“ Svo tók hann í hönd Pétri, og Pétur horfði á mig stundarkorn og lagði höndina á höfuðið á mér og nuddaði það svo hart, að ég hélt það ætlaði af í hálsliðnum. Svo stökk hann upp í vagninn og maðurinn lokaði á eftir honum, og það fór að suða í vagninum, svo fór hann á stað, með suði og urgi og væli, sem hækkaði án afláts. Hann var kominn á hraða- ferð, það voru tvö rauð smáljós aftan á honum, sem virtust aldrei ætla að minnka, en nálguðust hvort annað, eins og þau myndu þá og þegar renna saman og verða eitt. En þau náðu aldrei saman, og nú var vagninn horfinn, °g eins og á stóð munaði engu að ég færi að háskæla, orðinn níu ára gamall eða allt að því. Við pabbi snerum heim. Allan daginn hjuggum við eldivið, svo að ég hom engu öðru við, fyrr en um nón. Þá tók ég teygjubyssuna mína, og ég hefði helzt viljað taka fuglseggin mín, sem ég átti, því að Pétur hafði gefið ftier öll sín egg líka og hjálpað mér með mín, og honum þótti gaman að faka fram kassann með þeim og skoða þau, enda þótt hann væri sjálfur °rðinn nærri tvítugur. En kassinn var of stór til að dragast með langa leið, Syo að ég tók bara snípueggið af því að það var bezta eggið og stakk því °fan í eldspýtustokk og faldi það og teygjubyssuna undir hlöðuhorninu. Svo horðuðum við kvöldmatinn og fórum að hátta og ég fór að hugsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.