Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 24

Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 24
22 FÉLAGSBRÉF Nú vorum við komin inn í borgina, og vagninn stanzaði hvað eftir annað með nokkurra skrefa millibili, að mér fannst, og bílar tróðust áfram báð- um megin við okkur, og strætið var krökkt af fólki alls staðar að þennan dag, svo að mér var um megn að skilja, að nokkur manneskja skyldi vera eftir í öllu Missisippi til að selja mér farmiða, hvað þá taka af mér skýrslu. Svo stoppaði vagninn. Þarna var önnur stoppstöð, miklu stærri en í Jeffer- son. Og ég sagði: „Jæja. Hvar er það sem maður gengur í lierinn?“ „Hvað?“ sagði maðurinn með vagninn. Og ég sagði aftur: „Hvar gengur maður í herinn?“ „Nú-ú,“ sagði hann, og sagði mér þá, hvernig ég færi að komast þangað. Ég var fyrst í stað hræddur um, að ég kæmist ekki upp á lag með að rafa í jafnstórri borg og Memphis. En ég komst upp á lagið. Ég þurfti ekki að spyrja nema tvisvar aftur. Þá var ég kominn þar, og ég var fjandans glaður að komast burt frá öllum þessum æðandi bílum og hrindingunum í fólkinu og öllum hávaðanum í bili, og ég hugsaði með mér: nú stendur ekki á löngu, og hugsaði með mér, að ef það væri nú ös þarna líka .if fólki, sem væri komið í herinn, myndi Pétur líklega sjá mig fyrst. Svo labbaði ég inn. En Pétur var þar ekki. Hann var ekki einu sinni þar. Það var þarna hermaður með stóran örvarodd á erminni og var að skrifa og það stóðu tveir hermenn yfir honum. og það voru fleiri þarna, held ég. Mig minnir, að ég sæi fleiri þarna. Ég gekk upp að borðinu, þar sem hermaðurinn var að skrifa og sagði: „Hvar er Pétur,“ og hann leit upp, og ég sagði: „Bróðir minn. Pétur Grier. Hvar er hann?“ „Hvað,“ sagði hermaðurinn „Hver?“ Og ég sagði honum það aftur: „Hann gekk í herinn í gær. Hann ætlar til Pearl Harbor. Og ég líka. Ég þarf að ná í hann. Hvar hefirðu hann?" Nú voru þeir allir farnir að horfa á mig. „Svona“, sagði ég. „Hvar er hann?“ Hermaðurinn var hættur að skrifa. Hann flatti hendurnar á borðinu. „Nú,“ sagði hann. „Og þú ætlar líka?“ „Já,“ sagði ég. „Þeir þurfa að hafa eldivið og vatn. Ég get klofið í eldinn og sótt vatn. Svona. Hvar er Pétur?“ Hermaðurinn stóð á fætur: „Hver hleypti þér inn hér?“ sagði hann. „Komdu þér út. Hypjaðu þig.“ „Fjandinn,“ sagði ég. „Segðu mér, hvar Pétur....“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.