Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 25

Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 25
félagsbréf 23 Það má hundur heita i höfuðið á mér, ef hann var ekki ennþá sneggri, en miðasalinn sjálfur. Hann fór ekki yfir borðið, heldur kringum það, hann var kominn á mig áður en ég vissi af, svo að ég hafði rétt aðeins. tíma til að stökkva aftur á bak og þrífa upp hnífinn og spretta honum opn- um og stinga hann einu sinni, og hann æpti og stökk aftur á bak og greip um höndina með hinni, og stóð þarna bölvandi og æpandi. Einn þeirra greip mig aftan frá, og ég lagði til hans með hnífnum, en náði ekki nógu langt. Þá gripu þeir mig tveir aftan frá, og um leið kom einn hermaður enn inn um dyr hinumegin. Hann var með belti og eitt axlarband á. „Hver fjandinn gengur á?“ sagði hann. „Strákormurinn skar mig með hníf,“ öskraði hermaðurinn. Þegar ég heyrði hann segja þetta, reyndi ég að ná til hans aftur, en hinir héldu mér tveir á móti einum og hermaðurinn með axlarbandið sagði: „Svona, svona. Slíðraðu hnífinn kunningi. Við erum allir óvopnaðir. Maður beitir ekki hníf á vopnlaust fólk.“ Þá fór ég að heyra, hvað hann sagði. Hann talaði við mig eins og Pétur gerði. „Sleppið honum,“ sagði hann. Þeir slepptu mér. „Hvað er svo að,“ sagði hann. Og ég sagði honum það. „Einmitt,“ sagði hann. „Og þú hefir komið hingað uppeftir til að sjá, hvort lionum liði ekki vel, áður en hann færi?“ „Nei,“ sagði ég. „Ég kom til að. .. .“ En hann var þá búinn að snúa sér að hermanninum, sem var að binda Um höndina á sér með vasaklút. „Er hann hjá þér?“ sagði hann. Hermaðurinn fór yfir að borðinu og leit á einhver blöð. „Hann er hér,“ sagði hann. „Hann lét skrá sig í gær. Hann er í hersveit- mni, sem fer núna fyrir hádegið til Little Rock.“ Hann var með úr á úln- liðnum. Hann leit á það. „Lestin fer eftir fimmtíu mínútur um það bil. Ef mér skjátlast ekki um sveitapilta, þá eru þeir þegar komnir niður á stöð.“ „Láttu hann koma hingað,“ sagði maðurinn með axlarbandið. „Hringdu a stöðina. Segðu þjóninum að útvega honum leigubíl. Og þú kemur með uiér," sagði hann. Það var önnur skrifstofa bak við þessa, og þar var ekkert, nema borð °g nokkrir stólar. Við sátum þar, meðan hermaðurinn fékk sér að reykja, það stóð ekki á löngu: ég þekkti fótatak Péturs undir eins og ég heyrði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.