Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 26
24
FÉLAGSB RÉF
þaS. Svo opnaði fyrsti hermaðurinn dyrnar og Pétur kom inn. Hann var
ekki í neinum hermannafötum. Hann var alveg eins og hann var, þegar
hann fór upp í vagninn daginn áður, nema hvað það var eins og það
væri heil vika liðin, það hafði svo margt gerzt, og ég hafði ferðazt svo
mikið. Hann kom inn og þarna stóð hann, eins og hann hefði aldrei farið
að heiman, nema hvað hann var hér í Memphis á leið til Pearl Harbor.
„Hvern þremilinn ertu að gera hér?“ sagði hann.
Ég sagði honum það: „Þið þurfið við og vatn til að geta eldað. Ég
get klofið viðinn og sótt vatnið fyrir ykkur.“
„Nei,“ sagði Pétur. „Þú ferð beint heim.“
„Nei, Pétur,“ sagði ég. „Ég má til að fara líka. Mig tekur þetta svo sárt,
Pétur.“
„Nei,“ sagði Pétur. Hann leit á hermanninn. „Ég skil bara ekkert. hvað
hefir hlaupið í hann, lautenant,“ sagði hann. „Hann hefur aldrei ráðizt á
mann með hníf fyrr.“ Hann leit á mig: „Af hverju gerðirðu það?“
„Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Ég mátti til. Ég varð að komast hingað.
Ég varð að finna þig.“
„Gerðu þetta aldrei aftur, mundu það,“ sagði Pétur, „Settu hnífinn í
vasann og hafðu hann þar. Ef ég frétti, að þú hafir nokkurn tíma ráðizt
á mann með hníf, þá kem ég, hvar sem ég verð staddur, og hýði þig
miskunnarlaust. Heyriröu það?“
„Ég myndi ekki hika við að skera mann á háls ef það gæti orðið til þess
að þú kæmir aftur,“ sagði ég. „Pétur,“ sagði ég, „Pétur.“
„Nei,“ sagði Pétur. Hann var ekki lengur hraðmæltur eða byrstur, hann
var næstum rólegur, og þá vissi ég, að ég myndi aldrei fá hann á mitt máh
„Þú verður að fara heim. Þú verður að sjá um mömmu, og ég treysti á þig
að sjá um þessar tíu ekrur mínar. Ég vil þú farir heim. í dag. Hevrirð'u
það?“ .
„Ég heyri það,“ sagði ég.
„Kemst hann heim einn?“ sagði hermaðurinn.
„Hann komst hingaö einn,“ sagði Pétur.
„Ég býst við ég komist heim,“ sagði ég. „Ég á ekki heima nema á einum
stað og ég býst ekki við hann hafi fært sig til.“
Pétur tók dollaraseðil upp úr vasa sínum og fékk mér.
„Fyrir þetta færðu miða alveg heim að póstkassanum okkar,“ sagði hanm
„Ég vil að þú gegnir lautinantinum. Hann kemur þér á vagninn, og svo