Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 28

Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 28
26 FÉLAGSBRÉF dyr og viS fórum inn, og þar var annar hermaður, gamall karl líka með axlarband og silfurlitaðan fugl sinn á hvorri öxl. „Þá erum við komin,“ sagði konan. „Þetta er ofurstinn McKellogg. Nú hvað viltu í matinn.“ „Ég held ég vilji helzt höm og egg og kaffi,“ sagði ég. Hún hafði lyft símanum, en hætti nú við 'það. „Kaffi?“ sagði hún. „Hvenær byrjaðirðu að drekka kaffi?“ „Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Ég man eiginlega ekki svo langt.“ „Þú ert svona átta ára?“ sagði hún. „Nei,“ sagði ég. „Ég er átta ára og tíu mánaða. Á ellefta mánuðinum.“ Þá hringdi hún. Svo sátum við þarna og ég var að segja þeim frá því, þegar Pétur fór af stað að heiman til Pearl Harbor og að ég hafði ætlað með honum, en yrði að fara aftur heim til að sjá um mömmu og þessar tíu ekrur Péturs, og hún sagði mér, að þau ættu lítinn dreng líka á stærð við mig, í skóla fyrir austan. Þá kom annar svertingi í nokkurs konar skyrtujakka og var með einhverjar hjólbörur, sem hann ók inn. Á hjól- börunum var höm og egg handa mér, og mjólkurglas og meira að segjaj eplakaka, og ég hélt fyrst ég væri svangur. En strax og ég var búinn a$ taka fyrsta bitann, fann ég, að ég gat ekki kyngt honum, svo að ég flýtti mér að standa á fætur. „Ég verð að fara,“ sagði ég. „Bíddu,“ sagði hún. „Eg má til,“ sagði ég. „Bíddu aðeins,“ sagði hún. „Ég er búin að hringja eftir bíl. Það tekur enga stund. Geturðu ekki einu sinni drukkið mjólkina? Eða svolítið kaffi?‘ „Nei,“ sagði ég. „Ég er ekki svangur. Ég borða, þegar ég kem heim.“ Þá hringdi síminn, en hún anzaði honum ekki neitt. „Þarna,“ sagði hún. „Þarna er bíllinn kominn.“ Og við fórum niður aftur í litla herbergið með uppáfærða svertingjanum. 1 þetta sinn var það stór bíll, sem hermaður keyrði. Ég fór fram í hjá honum. Hún fékk hermannin- um einn dollara. „Hann getur svengt,“ sagði hún. „Reynið þér þá að finna alminlegan stað handa honum. Allt í lagi, Mrs. McKellogg,“ sagði hermaðurinn. Svo vorum við farnir. Og nú sá ég Memphis vel, í glaða sólskininu, meðan við ókum gegnum hana. Og áður en ég vissi af, vorum við komnir aftur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.