Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 32

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 32
HELGI SÆMUNDSSON: Guðmundm* Daníelsson Erindi flutt á bókmenntakynningu, sem haldin var í hátíSasal háskólans 10. október s.l. í tilefni af fimmtugsafmœli Gu'Smundar Daníelssonar Qumarið 1934 var Markarfljótsbrúin vígð, og þar með komst þriðja ^ meginelfur Rangárþings á vald gangandi manna. Dag þennan sat í fjallshlíðinni þar sem vígsluathöfnin fór fram ungur drengur úr flæðar- málinu úti í Árnessýslu og horfði stórum augum á mannfagnaðinn. Allt í einu gekk í ræðustólinn æskumaður þéttur á velli og þéttur í lund og flutti frumort kvæði um fljótið, sem nú hafði fjötrazt látið. Aðkomusveininurn varð harla starsýnt á skáldið, sem virtist í meira lagi kotroskið, djarfmælt, og ófeimið og veraldarvant. Þarna sá ég og heyrði fyrsta sinni Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. Síðan hefur hann löngum verið í augsýn okkar samtíðarmanna sinna og látið heldur en ekki til sín heyra. Er stofnað til kynningar þessarar á bókum Guðmundar í tilefni af fimmtugsafmæli hans 4. október. Hann steig ekki aðeins í stólinn við Markarfljótsbrú víglsu- daginn forðum. Guðmundur Daníelsson er i hópi listrænustu og afkasta- mestu rithöfunda okkar, fjölhæfur og sérstæður. Guðmundur kvaddi sér hljóðs sem ljóðskáld, en vék brátt á ráð sagna- gerðarinnar. Hann er liöfundur tveggja ágætra ferðabóka, og snjöllustu smásögur hans sóma sér mætavel í sýnisbókum þess bezta, sem ritað hefur verið þeirrar tegundar á íslandi síðustu áratugi. Samt finnst mér skáld- sögur Guðmundar Daníelssonar bera af. Heildarmyndin er aðalatriðið í skáldskap hans. Þar nýtur hann hugkvæmni sinnar, frásagnargleði og óvenjulegrar forvitni um líf og forlög. Vissulega rísa há fjöll í skáldsög- um Guðmundar, og þar falla sömuleiðis mörg vötn og ströng, en örlaga- svið þeirra reynist jafnan mannssálin. Guðmundur víkur sögunni þangað hverju sinni af því að leyndardómur eðlis og tilgangs skijrtir hann mun meira máli en umhverfi eða búseta. Hitt er hverjum lesanda greinilegt, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.