Félagsbréf - 01.12.1960, Side 34
32
FÉLAGSB RÉF
öpptalning verður hér vitaskuld engan veginn við komið, en ég nefni
samt sögurnar af bræðrunum í Grashaga og fólki þeirra, „Á bökkum Bola-
fljóts", „í fjallskugganum“, „Musteri óttans,“ „Hrafnhettu“ og sér í lagi
„Blindingsleik“ til að finna stað orðum mínum um skáldskap Guðmundar
Daníelssonar. Smásögur á borð við Hjón, Lifendur og dauða, Pyttinn botn-
lausa, Vígslu og Dreng á fjalli hljóta að teljast snjallar og fagrar bók-
menntir. Manninum Guðmundi Daníelssyni kynnast lesendur aftur á móti
mest og bezt í ferðabókum hans. Þar fer þessi slyngi og margvísi rithöf-
undur að dæmi sýslunga, Eiríks á Brúnum, læzt falla í stafi yfir undr-
um veraldar, en veit sannarlega sínu viti, sér og heyrir eitt og allt auga og
eyra íslenzka sveitamannsins, sem þó er heimsborgari í hversdagsfötum, og
gerir að gamni sínu á kostnað sjálfs sín, hvað þá annarra, þegar honum
býður svo við að horfa. Og Guðmundur þurfti naumast að leggja ljóða-
gerðina á hilluna af því að hann þyldi ekki samanburð við marga þá, sein
kjánuðust til að gefa út kvæðabækur árin fyrir seinni heimsstyrjöldina og
urðu sumir fræg skáld, er fram liðu stundir. Ljóð eins og Ó, sumardís
mundu bera höfundi sínum sæmilegt vitni:
Ó, sumardís, þér syng ég ljóð mín öll,
þó sal þinn tjaldir bak við haf og fjöll
og dalur minn sé drifinn vetrarmjöll.
Ó, sumardís, mín sál — mín sál er þín,
þó sindri í annars bikar lands þíns vín
og tóm á borðum standi staupin mín.
Ó, sumardís, þín einnar bíð ég æ,
þó önnur hafi völd í mínum bæ,
og þín sé aldrei — aldrei von af sæ.
Mannsmyndinni af Guðmundi Daníelssyni reyni ég ekki að bregða upp,
en gott hefur verið og gaman að hafa hana fyrir augunum öðru hvoru
síðasta aldarfjórðung, kynnast dagfari, geðslagi, hugðarefnum og mann-
kostum drengsins úr Holtunum, sem gerðist ungur svo djarfur að stíga
í stól við hátíðlegt tækifæri til að lesa frumort kvæði í áheyrn ráðherrans
og sýslumannsins og allra okkar hinna og réðst því næst í þá þoranraun að