Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 38

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 38
36 FÉLAGSBRÉF myrkur. Enginn maður var nógu sterkur til að fella eikina og Wdinamöincn ákallaði móður lífsins og bað hana um hjálp frá fólki hafsins. Upp úr hafinu steig lágvaxinn maður. En hann óx og stækkaði — og þegar hann hóf glitrandi öxina til höggs flugu eldneistar frá egginni. í þriðja höggi felldi hann eikina. Nú lýstu sól og máni jörðina aftur — og úr skýjunum féll regn. Allar jurtir blómguðust og döfnuðu. En kornið eitt vildi ekki vaxa. Wöinamöinen gekk hugsandi við strönd hafsins og fann sjö sáðkorn og sjö fræ af ólíkri gerð. Hann sáði fræjunum í jörðina. Þá söng þrösturinn: Felldu skóginn — felldu skóginn — annars vex kornið ekki. Waindmöinen felldi skóginn en eina björk lét hann standa. Orn loftsins kom fljúgandi og sagði: Hví léztu björkina standa? Til þess að fuglar himinsins eigi sér hvílustað. Þar gerðir þú rétt, sagði örninn og færði honum eldinn að gjöf. Og Waindmöinen sáði kornunum sjö og ákallaði mátt jarðar og regn him- ins. Kornið óx og fugl vorsins, gaukurinn, settist í birkigrein og söng um framtíð Finnlands. — Þannig var Finnland til samkvæmt hinni lielgu bók Finna -—■ Kalevala. Svo byrjaði líf finnsku þjóðarinnar. Hjarðmennirnir austan af sléttunni ruddu sér rjóður í hinum samfellda skógi. Úr trjánum sem þeir felldu byggðu þeir sér hús sín og smíðuðu innanstokksmuni og amboð. Þeir urðu að gera allt sjálfir. Þeir urðu að vera sjálfum sér nógir. Frumbyggjar Finnlands skópu sér eigin guði. Guð þeirra byggði hirui sýnilega himin og þeir kölluðu hann Jum eða Jumala. Þar eð hár aldur naut mikillar virðingar kölluðu þeir hann einnig Ukko — hinn gamla. Þeir trúðu að hann stýrði gangi skýja, snjónum, haglinu og regninu. Eng- inn gat staðizt honum snúning: Skýið var skyrta hans, eldingin ör lians og hann sást stundum standa við rönd himinsins, klæddur í bláa sokka og marglita skó. Ukko átti sér konu, hún hét Ukka, hin gamla — úr körfu hennar sóttu býflugurnar sér hunang. Sól, máni og stjörnur voru helgar vættir sem áttu unga, fagra sonu og dætur: Paiwdtár, dóttir sólarinnar, Kuutar, dóttir mán- ans, Tahtetar, dóttir stjörnunnar. Einn af sonum sólarinnar var Panu, andi eldsins. Luonnoltaret voru hinar þrjár dætur náttúrunnar sem skópu járnið. Dóttir loftsins, Ilmatar, hjálpaði til við sköpun jarðarinnar, en dóttir vinds- ins, Tuulen tytar var illa uppalin stúlka, sem átti léleg föt. Dóttir sunnan- vindsins, Suwetar, gaf skóginum líf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.