Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 40
38
FÉLAGSBRÉF
hof, enga presta, engar guðamyndir. Þeir höfðu helga runna, heilög fjöll,
heilög vötn, heilög fljót og dali, meira að segja heilög dýr, svo sem björn-
inn, orminn, geitina, öminn. Þeir þjónuðu guðum sínum með bænum og
fórnum, sem húsbóndinn færði, eða þá húsfreyjan eða hinir vitru meðal
fólksins. Veiðimaðurinn hengdi horn hreindýrsins í hina helgu runna, bónd-
inn fornaði korni. Fiskimaðurinn fórnaði fitunni af veiði sinni. Húsfreyjan
hellti nokkrum dropum af mjólk á jörðina handa þeim er bjuggu neðan-
jarðar. Mannsblóði var ekki fórnað. Það voru aðeins veiðimennirnir sem
skáru sig í fingurgómana og fórnuðu Tapio, konungi dauðans, nokkrum
dropum af blóði.
Dag nokkurn stýrir Wáinámöinen sinni hraðsigldu skútu. Báturinn stanz-
ar og gamli Wáinámöinen uppgötvar að hann hefur siglt á risavaxna geddu.
Wáinámöinen segir við félaga sinn: — Högg það fúla fiski er tálmar för
vora. Félaginn heggur sverði í hafið, höggið lendir á höfði fisksins. Sundrað
fellur sverð í hafið, geddan syndir sem ekkert væri. Þá dregur Wáinámöinen
sitt eigið sverð úr slíðrum og heggur í hafið. Kemur högg það og í höfuð
fiskinum. Sverið gengur á hol. Höfuð fisksins flýtur upp en búkurinn sekkur
til botns. Gamli Wáinámöinen siglir til lands og er reiður. Hann segir:
Hvað skal gera við höfuð fisks þá allt utan bein etið er? En mönnum kem-
ur saman um að engan grip megi gagnlegan úr fiskbeini gera. Gamli
Wáinámöinen hugsar og tekur svo til orða: Bein þetta vil ég senda til lista-
smiðs og skal hann gera af hljóðfæri. Þannig lét Wáinámöinen smíða
kantele af beini geddunnar.
Kantele er hljóðfæri Finna. Upphaflega voru aðeins fimm strengir á hljóð-
færinu, en nú eru þeir allt að þrjátíu.
Wáinámöinen hafði glatað kantellunni sinni. Arangurslaust fór hann uin
hafið og leitaði hann hennar, en hún var sokkin í hafið. Þá heyrði hann
björkina barma sér við ströndina. Hví grætur þú björk? Fæ ég varizt
gráti, svaraði björkin, þegar ég er ein og yfirgefin? Maðurinn tekur næfr-
ana mína, barnið drekkur safa minn, stúlkurnar brjóta lauf mitt og haustið
tekur frá mér krónuna og skilur mig eftir nakta svo að ég dey úr kulda í
hinum langa vetri. — Grát ekki meir, sagði Wáinámöinen; næst þegar þú
grætur munt iþú gráta af gleði.
Wáinámöinen tók björkina og gerði úr henni kantele. Þegar gaukur vors-