Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 40

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 40
38 FÉLAGSBRÉF hof, enga presta, engar guðamyndir. Þeir höfðu helga runna, heilög fjöll, heilög vötn, heilög fljót og dali, meira að segja heilög dýr, svo sem björn- inn, orminn, geitina, öminn. Þeir þjónuðu guðum sínum með bænum og fórnum, sem húsbóndinn færði, eða þá húsfreyjan eða hinir vitru meðal fólksins. Veiðimaðurinn hengdi horn hreindýrsins í hina helgu runna, bónd- inn fornaði korni. Fiskimaðurinn fórnaði fitunni af veiði sinni. Húsfreyjan hellti nokkrum dropum af mjólk á jörðina handa þeim er bjuggu neðan- jarðar. Mannsblóði var ekki fórnað. Það voru aðeins veiðimennirnir sem skáru sig í fingurgómana og fórnuðu Tapio, konungi dauðans, nokkrum dropum af blóði. Dag nokkurn stýrir Wáinámöinen sinni hraðsigldu skútu. Báturinn stanz- ar og gamli Wáinámöinen uppgötvar að hann hefur siglt á risavaxna geddu. Wáinámöinen segir við félaga sinn: — Högg það fúla fiski er tálmar för vora. Félaginn heggur sverði í hafið, höggið lendir á höfði fisksins. Sundrað fellur sverð í hafið, geddan syndir sem ekkert væri. Þá dregur Wáinámöinen sitt eigið sverð úr slíðrum og heggur í hafið. Kemur högg það og í höfuð fiskinum. Sverið gengur á hol. Höfuð fisksins flýtur upp en búkurinn sekkur til botns. Gamli Wáinámöinen siglir til lands og er reiður. Hann segir: Hvað skal gera við höfuð fisks þá allt utan bein etið er? En mönnum kem- ur saman um að engan grip megi gagnlegan úr fiskbeini gera. Gamli Wáinámöinen hugsar og tekur svo til orða: Bein þetta vil ég senda til lista- smiðs og skal hann gera af hljóðfæri. Þannig lét Wáinámöinen smíða kantele af beini geddunnar. Kantele er hljóðfæri Finna. Upphaflega voru aðeins fimm strengir á hljóð- færinu, en nú eru þeir allt að þrjátíu. Wáinámöinen hafði glatað kantellunni sinni. Arangurslaust fór hann uin hafið og leitaði hann hennar, en hún var sokkin í hafið. Þá heyrði hann björkina barma sér við ströndina. Hví grætur þú björk? Fæ ég varizt gráti, svaraði björkin, þegar ég er ein og yfirgefin? Maðurinn tekur næfr- ana mína, barnið drekkur safa minn, stúlkurnar brjóta lauf mitt og haustið tekur frá mér krónuna og skilur mig eftir nakta svo að ég dey úr kulda í hinum langa vetri. — Grát ekki meir, sagði Wáinámöinen; næst þegar þú grætur munt iþú gráta af gleði. Wáinámöinen tók björkina og gerði úr henni kantele. Þegar gaukur vors-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.