Félagsbréf - 01.12.1960, Side 44

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 44
42 FÉLAGSBRÉF Hvítasunna 5. júni 1949. Norðurstrandar neyð og vá nú vill blanda geðið. Heilagsanda hátíð má horía á landið freðið. Veðurútlit. Versnar svikult veðurfar veltikviku hótar norðan-strykur Nástrandar. Nú eru blikur ljótar. Hann er kaldur í dag. Ekki er fagurt út að sjá urgar frostið jöxlum, og hríðarkápan hangir á hvítra fjalla öxlum. Við skulum loka bœnum. Þungt í falli þrymur Rán, þýtur í fjallanöfum. Það er allra veðra ván. Við skulum halla að stöfum. Snjóahaust. Liggur undir krapans kös köld og stirðnuð hlíðin. Eins eru komin andans grös öll, nema vetrarkvíðinn. Hinir glöggskyggnu óttast ekld. Aldrei vakið ótta fá illra veðra stundir þeim, sem frœin sofa sjá svelli og fönnum undir. Það er ávinningur að geta fundið tiL Ekki þjáist auðnin grá yndisfáa, nauma, heldur sá, er ann og á ástarþrá og drauma. Varaðu þig á þeim, sem þú þekkir ekld nema í sjón. Gakk þú ei til ókunns manns ugglaus „tveggja vetra". Ef til vill er andlit hans innra manni betra. Ekki er þrautalaust að fylgjast með sjálfum sér, þegar hrömunin kemur til sögunnar. Þetta finn ég, því er ver, það er sinni og skinni, þraut að kynnast sjálfum sér sífellt minni og minni. Með hrömuninni minnkar samt metnaðurinn. Það er líknsemd mikil. Lífið sína líknsemd ber: Ljúfi happafengur. Þú ert ekki orðinn mér ómissandi lengur. Sjálfsaumkunin. Það eru álög, því er ver, þeir, sem oftast gráta af meðaumkun með sjálfum sér, seint munu huggast láta.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.