Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 48

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 48
46 félagsbréf sýninga. Þekkingarskortur á starfsaðferðum veldur því t. d. oft, að ruglað er saman gagnrýni á framlag höfundar, leikstjóra og svo leikara. Lýsir það sér m.a. í því, að leikari, sem hefur gott hlutverk með höndum — hlut- verk mikilla tækifæra, — er miklu öruggari um góða dóma blaðanna en sá, sem berjast verður við vanþakklátt hlutverk; og stundum eru hrein leik- stjórnaratriði kennd leikaranum. Þess er þá ekki gætt, að leikstjórinn t-r algjörlega einvaldur og ábyrgð hans auðvitað að sama skapi, og þannig mætti lengi telja. Annars þarf svo sem engan að undra, þótt sitt hvað fari miður hjá okkur, þessari kynslóð, sem falið hefur verið það vandasama hlutverk að leggja grundvöllinn undir framtíð íslenzkra leikhúsmála. En hins vegar ber okkur einnig að krefjast af sjálfum okkur, að við færum okkur reynsl- una í nyt og kappkostum að bæta úr göllum eftir atvikum með svo skjótum hætti, sem unnt er. Þótt ég hér að framan hafi bent á, að ýmislegt rnætti betur fara í leiklistar gagnrýni, má enginn skilja orð mín svo, að ég telji, að allt þurfi umbóta við nema við leikararnir; því fer fjarri. Við þurfum vitanlega einnig að taka miklum framförum á ýmsum sviðum leiklistar. Enn erum við svo fá og hæfileikum okkar þau takmörk sett, að ókleift er að ráðast í sýningar ýmissa merkilegra öndvegisverka af þeim ástæðuin. Þess vegna er á þessu stigi málsins nauðsynlegt að hafa í huga þá krafta, sem fyrir hendi eru, þegar verkefni eru valin. Leikarahópur okkar í Þjóð- leikhúsinu er t.d. enn blandaður ólíkum efniviði, og þess vegna ekki alltaf nægilega samstilltur, þótt þar hafi orðið miklar framfarir síðan leikhúsið tók til starfa. Sumir leikaranna hafa gengið í reynsluskóla Leikfélags Reykjavíkur, aðrir stundað nám í leiklistarskólum í ýmsum löndum og enn aðrir hvort tveggja. Með tímanum mun þessi hópur samstillast betur og honum að sjálfsögðu bætast ferskir kraftar. Enn er þó ótalið það, sem e.t.v. er langversti Þrándur í Götu íslenzkrar leiklistar, en það er hinn hörmulegi skortur á góðum, frumsömdum, íslenzk- um leikritum. Sú skoðun hefur lengi verið ríkjandi, að bókmenntirnar hlytu að vera fjöregg íslenzkrar menningar; á þeim ylti, hvort Islendingar væru taldir í hópi menningarþjóða. Er þetta greinilega áréttað t.d. ár hvert við úthlutun svokallaðra listamannalauna. Skal ekki lagður neinn dómur á það hér. En ef svo er, væri þá úr vegi, að gera þá kröfu til íslenzkra rithöf- unda, að þeir reyndu nú að skrifa boðlegt verk fyrir íslenzkt þjóðleikhús?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.