Félagsbréf - 01.12.1960, Page 51

Félagsbréf - 01.12.1960, Page 51
Um síra Gunnar Gunnarsson, höfund Dagbókar 1809 Gunnar Gunnarsson, höfundur dagbók- arinnar hér á eftir, fæddist á Upsum '4. janúar 1781. Foreldrar hans vorn síva Gunnar Hallgrímsson prestur þar og síð- ar í Laufási og kona lians Þórunn Jóns- dóttir prests á Hálsi. Gunnar nam hjá íöður sínum undir skóla. Hann var tek- ’nn í Hólaskóla 1796. Árið 1802, þegar Hólaskóli var lagður niður, var hann Hngt kominn með nám. Hafði hann þá 1 hyggju að fara suður í Reykjavíkurskóla, en það fórst fyrir, og dvaldist hann heima einn vetur. En árið eftir fór hann Geirs biskups Vídalins og útskrifaðist siudent úr heimaskóla hans. Síðan gekk bann í þjónustu biskups og var ritari hans tlar til biskup lézt 1823. Jafnframt ritara- slnrfunum stundaði hann læknisnám hjá landlækni. Fékk hann læknisleyfi 8. april 1817. Stundaði hann talsvert lækningar syðra. Árið 1812 átti hann dóttur í lausa- lfiik með Guðrúnu Jónsdóttur frá Skild- lngarnesi. Hún hét Þóra. Um hana orti ■lónas skáld Hallgrímsson hið fagra kvæði Ferðalok. Hinn 15. ágúst 1821 fékk Gunn- ar uppreisn fyrir lausaleiksbrotið. 19. mai 1828 fékk hann veitingu fyrir Laufási að lufiur sínum látnum. Hann var vígður þangað 2. júní sama ár. Þar var hann I'festur til dauðadags 24. júlí 1853. Síra Gunnar kvæntist 9. október 1834, Jóhönnu Fnstjönu Rriem, dóttur Gunnlaugs sýslu- manns á Grund. Sira Gunnari er svo lýst í prestasögum, kann þótti ekki fljótskarpur framan af ævi, en jók mjög þekkingu sina með aldrinum, kostgæfinn og árvakur, stilltur vel, hægur og búmaður góður. Hann var í miklu áliti sem prestur og reyndist hinn farsælasti í starfi. Þegar Jörundaruppþotið varð 1809 var hann ritari biskups. Hann var fenginn til að þýða auglýsingar Jörundar á íslenzku og varð því kunnugri en aðrir því, sem gerðist hér i Reykjavík meðan Jörundur var hér. Frásögn hans er hin merkasta og einhver bezta heimildin um atburðina hér sumarið 1809. Að vísu feilar honum stundum um dagsetningar, eins og t. d um, hvenær embættismenn sendu Jörundi bréf sín um hollustu. Mun það stafa af því, að hann hefur ekki séð bréfin, en farið eftir því sem hann frétti. Síra Gunn- ar er hlutlaus í frásögn sinni og leitast hvergi við að draga taum nokkurs manns. Að vísu er sums staðar nokkuð óljóst sagt frá, eins og frá atburðunum 2. júlí. Mun það stafa af því, að hann hefur tortryggt frásagnir þær, sem hann heyrði, og ekki viljað rita þær. Þetta snertir sérstaklega handtöku Isleifs á Brekku og tildrög hennar. Magnús Stephensen var þá nýkom- in til Reykjavikur og var honum af sum- um kennt um. En sennilega voru það slóttugheit Jörundar að koma af stað þeim orðrómi til þess að ná betri tökum á íslenzkum embættismönnum. Benda um- mæli síra Gunnars sterklega í þessa átt 21. ágúst: „Kom Jörgensen til biskups og sagðist ætla að erklæra opinberlega,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.