Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 56
54
FÉLAGSBRÉF
9. júlí lector33 gaf sína Erklæring til Hr. Jörgensen og fjöldi presta rétt
eftir biskupsins (svo að segja).
10. júlí kom hér Henkels skip,34 sem réði fyrir skipherra Jesper Holm,35
því ámóti fóru engelskir á undan lóðsum, tóku þar af hingað send frá
kónginum til kassa síns hér 10 þúsund (10.000) rd., og það er greifi
Trampe átti í því af vörum. Annars er það vegna síns Licents frígefið til
síns ákvarðaða staðar.36
11. júlí útgaf Jörgensen út N. 3—4 af proclamtionunum, hvaraf seinni
hljóðaði um innsetningu assessors Gröndals til stiptamtssakanna Bestyrelse
(forráða). Seinast um kvöldið kallaði Jörgensen uppvægur að lyklar til
fabríkuloftsins afhentust eftir róguburði um Klementsen,37 er hefði átt að
sjást bera þangað íslenzka vöru úr pakkahúsunum, hvað er slaður reyndist
tómt. Þenna dag inngaf sýslumaður Vigfús38 sína Erklæring og fekk befa!-
ing að skikka bændum úr sinni sýslu að sækja korn hingað á 60 hestum,
hvað hann strax gjörði með að senda strax skikkunina.
12. júlí var assessor ísleifur lausgefinn af Jörgensen fyrir milligöngu
biskupsins og hans konu frú Einarsson.39 Um miðdagsbil var hafið það
íslenzka flagg á Petræusarpakkhúsi, voru þá af skipunum ensku skotin 11
skot og sett til 4 flögg á sama við hin seinustu. Reið Jörgensen úr hlað-
inu með 4 af vakt sinni til Norðurlands.
13. júlí inngaf assessor Einarsson sína Erklæring líka biskupsins, lík því
var og svo Gröndals.
14. júlí kom hér Petræusar skip40 frá Kaupmannahöfn, sem var lagt strax
undir beslag.
15. júlí komu hér 60 hestar úr Rángárvallasýslu hveraf 2 19. s. m. voru
með 8 mönnum ásamt með hinum 58 úr Árnessýslu héðan norður sendii
í Höfðakaupstað til verzlunar við Árna Jónsson41 fyrrum faktor, sem ei'
umbreytt við það, að Schram42 þar var og (ökonom) eigandinn höndlunar
og tekur svo á móti öllu hinu. Rygtið segir, að hérumbil þann 14. eða 15-
júlí hafi inn komið Erklæringar bræðranna etasráðs og amtmanns Stephen-
sona43 svolátandi þeir vildu blífa við sín embætti fyrst til 1. júlí 1810 en
bestemma nákvæmar sínar Erklæringar þá.