Félagsbréf - 01.12.1960, Page 59

Félagsbréf - 01.12.1960, Page 59
FÉLAGSBRÉF 57 Strax á eftir því ameríkanska lagði Lettemarken og svo inná höfnina aftur. The Talbot hafði í millitíð hækkað sínar fyrri lækkuðu stengur og sett hér undir lausum til uppdráttarbúnum seglum. 20. ágúst héldu orlogsskipsverjar hinir heldri ball í landi um kvöldið, þá var íslenzka flaggið hafið, sem eftir því skipin öll flögguðu, en að vörmu spori liðnu komu officerar í land frá Orlogskipinu og skipuðu að taka niður íslenzka flaggið, og að því búnu færðu það strax um borð til þess hæst kommeranerandi, sem að nokkrum tíma liðnum sendi það i land aftur. Fóru þá útsendir officerar með sama að spyrja um samning þann Nott61 kaptainn hefði gjört við greifann býfógeta Á[rna] Jónsson Var þá komið í almannaróm að Jörgensen skyldi sigla. 21. ágúst komu Directörer fyrir lærðaskólanum á Bessastöðum og lector hingað uppá skólann til Jörgensonar, þá var og kaptainn á The Talbot í landi og uppi hjá honum til viðtals, ásamt etatsráði og amtmanni. Um morguninn snemma kom Jörgensen til biskups og sagðist ætla að erklæra opinberlega að etatsráð M[agnús] Stephensen væri orsök og undir- rót til alls þess, er hann hefði sér fyrirtekið hér (þeirrar byltingar hann hefði af stað komið). Seint um daginn kom mergð orlogsskipverja í land og fóru niðurrífandi skansinn, en færðu kanonurnar flestar út í sjó. Því héldu þeir frammí myrkur. 22. ágúst kom út snemma frá Mfagnúsi] Stephensen tilboð og tilmæli til landfógeta Frydensberg og sýslumanns Koefoed62 til að taka við sín- um embættum aftur og skömmu seinna convetion milli hans og bróður hans á aðra en kaptains Alex[anders] Jones og Samuels Phelps á aðra síðuna, sem samin hafði verið um nóttina þeirra á milli. Setti landfógeti Prýdensberg placat upp, að allir skyldu fara til að rífa skansinn, sem og gjört var af mergð mikilli án alls betalings. Fríhandlarar gengu og þar vel fram: Thomson,63 Símonson,64 Knudson65 og Strube66 og enn fleiri, kost- uðu Gunnarsson67 og Faber68 og allir þeir fulla rommfötu þangað, sem voru 12 pottar, hvar af hvör mátti drekka eftir sem vildi. Þá sást greif- inn um borð að veifa battinum með húrrahrópi yfir hans niðurrífun. Gfficerum hinum íslenzku var skipað innan 24 tíma að rýma tukthúsið ásamt öllum lífvökturum, Jörgensen að misstri allri makt og tign hér, fer nú strax heim til Englands.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.