Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 63

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 63
BÆKUR Góður skerfur til íslenzkra geðverndarmála Karl Strand: Hugur einn það veit. Þættir um hugsýki og sálkreppur, Almenna bókafélagið — október 1960. 200 bls. Um huglæga sjúkdóma og kvilla hefur fátt verið ritað á íslenzku fram til þessa. Með bók Karls Strands geðlæknis er fyrsta skipuleg tilraun gerð til að fjalla á alþýðlegan hátt um einn af aðal- sjúkdómaflokkum þessarar tegundar, sjúkdómsfyrirbæri það, sem almennt geng- ur undir heitinu taugaveiklun og er hverjum manni kunnugt að nafni, en fæstir vita mikil deili á. Höfundur nefnír sjúkdóminn hugsýki, sem er gamalt orð > málinu og merkir áhyggjur, hryggð, kvíði, þunglyndi. Heitið er vel valið, en vafasamt hvort það rekur af hólmi tauga- veiklun og taugaveiklaSur, sem náð hafa festu í málinu. Alþýðleg hók um hugsýki er tímabær a islenzku. Hugsýki er langalgengust allra huglæra sjúkdóma og kvilla, þjáir fjölda nianns árum saman eða ævilangt og hefur vafalaust miklu örlagaríkari áhrif á sam- kúð manna en flesta grunar. Það er sann- færing mfn, að höfundur hitti naglann á höfuðið í upphafi með eftirfarandi um- Juælum, sem að vísu eiga við fleira en hugsýki: „Þeir, sem fást við sállæga kvilla, trúa því einnig, að þar megi finna lykilinn að mörgum þeim ógnum, sem nú steðja að öllu mannkyni." Og þessi orð boða þegar viðhorf höfundar og hverjum tökum hann tekur verkefnið. Hann lýsir ekki hugsýki sem einangruðu fyrirbæri í lífi einstaklinga og leggur ekki aðal- áherzlu á að þylja sjúkdómseinkenni, heldur bendir sífellt og jöfnum höndum á viðtækar félagslegar afleiðingar henn- ar. Það er þessi sivaxandi sýn höfundar út yfir mannlegt samfélag, sem veldur því meðal annars, hve bók hans er ný- stárleg og forvitnisleg, en einnig að öðru leyti mun hún koma á óvart þeim lesend- um, sem ekki vita því meira um hugsýki fyrir fram. Hér á eftir verður leitazt við, eftir því sem unnt er í stuttri grein, að benda á nokkur meginsjónarmið höfund- ar og túlkun hans á þeim. Hugur einn þad veit er í tuttugu og tveimur köflum, nokkuð mislöngum, rétt- ar 200 blaðsíður að lengd. Aðalefnisatriði eru í stuttu máli: Höfundur skýrir frá, hvað fyrir honum vakir með ritun bókar- innar, kynnir heiti og hugtök og gerir grein fyrir meginþáttum sálarlífsins, að svo miklu leyti sem hann telur lesendum nauðsynlegt til skilnings á afbrigðilegu sálarlífi. Andlegur þroskaferill bama og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.