Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 69
félagsbréf
67
sllra, sem ná þeim aldri að verða að
hverfa frá starfi sinu op hlutverki og hver
hætta getur stafað af fullkomnum trygg-
■ngakerfum nútímans, þrátt fyrir kosti
heirra. — Ástæða er til að vekja sérstaka
athvgli á þeim ummælum reynds geðfra'ð-
>ngs, þótt vissulegá séu ekki nýr eða
ovæntur hoðskapur, að það eitt verði „oft
veigamikill orsakaliður í sálheilsu manna
ng kvenna,“ að „starf og hæfi.... eiga
hvergi nærri alltaf samleið." Hef ég hcr
serstaklega í huga, hvert tjón er unnið'
hörnum og unglingum með því að þröngva
heim til náms, sem er hæfileikum þeirra
ofvaxið, en fyrir þessu verður fjöldi nem-
enda árum saman.
Þegar hingað er komið, fitjar höfund-
ur upp á efninu frá nýrri hlið og gerir
stutta. en glögga grein fyrir flokkun hug-
sýkisfvrirbæra. Flokkunina telur hann þó
aðeins nauðsynlegt vinnutæki, „skilning-
uv.... á undirrót og eðli, gangi og horf-
um sjúkdómsins,“ eins og læknar orða
bað löngum, sem höfundi er hugleikið,
heldur maðurinn, sem fyrir þeim verður
PP þjáist, fjölskylda hans og samfélag.
^lannleiki og mannúð höfundar er aðals-
Werki bókarinnar, eins og það er aðals-
tucrki allra góðra lækna.
Höfundur tekur fram, að liann fylgi
ukki til hlítar neinum „skóla", þ.e. stefnu
pða kenningarkerfi, í sálvísindum. Um
uiargt hefur hann aðhyllzt kenning.tr
^dolfs Meyers, sem hafnaði að miklu leyti
Hokkiin geðlegra fyrirbæra, leit á likanta
nP sál sem eina órjúfandi heild og lagði
a l’að mikla áherzlu, að fjölbreytnin væri
uær takmarkalaus, að hver einstaklingur
v®ri sérstæður og því væri hættulegt og
villandi að draga of víðtækar og almennar
ulyktanir af hátterni hans og viðbrögðunt.
Élest meginsjónarmið og hugtök sækir
hann þó til Freuds og fylgjenda hans.
Það kerfi á nú miklu fylgi að fagna meðal
geðfræðinga, þar á meðal innan veggja
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, og þótt
það eigi líka ákveðna andstæðinga, munu
þeir fáir, sem ekkert hafa af Freud lært.
Allt viðhorf höfundar er mótað af kenn-
ingunni um hin virku, síkviku og sí-
streymu (dýnamísku) öfl sálarlífsins, um
sveigjanleik mannssálarinnar, sem aldrei
verði „grópuð í stálumgjörð.“ Eftir þvi
sem ég fæ hezt séð, eru því sjónarmið
höfundar í góðu samræmi við það, sem
nú er efst á baugi í geðfræði. Eigi að síð-
ur tekur hann efnið persónulegum tök-
um, og öll efnismeðferð ber vitni mikilli
reynslu, góðri þekkingu og sjálfstæðu
mati. Um sum fræðileg atriði víkur hann
frá kenningum Freud-sinna, skyggnist t.d.
víða um eftir orsökum hugsýki, í stað
þess að sætta sig við þá handhægu skýr-
ingu, að allt megi rekja til einnar hvatar,
enda mun sönnu næst það, sem prófessor
Stanley Cobh — bersýnilega Freud-sinni
í aðalatriðum — segir, að mikið sé vitað
um, hvað gerist i sjúkum mannshuga, en
lítið um hvers vegna og hvernig það ger-
ist. (Foundations of Neuropsychiatry,
1958). Höfundur er ánægjulega kreddu-
laus og túlkar skoðanir sínar af miklu
jafnvægi og hófsemi.
Efnisval sé ég ekki ástæðu til að gagn-
rýna. Bókin er alþýðlegt ágrip, og engir
tveir mundu velja nákvæmlega eins úr
þeim gífurlega efniviði, sem tiltækur er
í geðfræði. Ekkert þeirra efnisatriða, sem
um er fjallað, mundi ég kjósa frá, en
um hitt er ekki að sakast, þótt margs
hljóti að verða saknað.
Hugur einn þa'S veit er gerður af óvenju-
legri íþrótt í meðferð og framsetningu
efnis. Þráður er sterkur og jafnspunninn,
efnisatriði haganlega ofin í eina heild,