Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 73

Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 73
félagsbréf 71 breytileikans og einverunnar. Þetta er saga athuröanna og ‘þó fyrst og fremst Hlésins á milli atburðanna. Hér er að fiuna hið óbreytta hversdagslíf holdi klætt og nakið, fagurt og ljótt, blíðlynt og grimmt, svipt allri hræsni og smjaðri, alltaf nýtt og alltaf ungt og þyrst. Allt er héð breyt- 'ngum og endurtekningum, allt kemur og fer. Aðeins eitt stendur kyrrt: jörðin, nioldin. Hin ósnortna jörð sem bíður í of- væni eftir harðleiknu og ástblíðu taki frumyrkjans. Sögusviðið er heiðin, hið ónumda land, sem bíður ferskt og hreint unz maðurinn kemur gangandi í norður. Hinn fyrsti mað- ur sem lítur á óræktaða jörð eins og hólmgönguáskorun. Þetta er markgreif- inn. Drottnari jarðarinnar, hamhleypa, tæpast einhamur. Þetta er Isak, maðurinn sem aldrei gefst upp í viðureign sinni við náttúruna en glúpnar óðar við kjafthætt- tnum í þjófóttri ráðskonu. En einnig þetta breytist. Jafnvel slíkur maður verður gamall. Þar kemur að hann á fullt í fangi nieð náttúruna, steininn. Óvíða er að finna slíka lýsingu á tilfinningum hins sterka nianns gagnvart ellinni sem lýsinguna á 'iðureign ísaks við steininn, þennan stein sem ætlar aldrei að láta tosa sér úr stað. Nú er heiðin ekki lengur ein, þeir koma oinn af öðrum landnemarnir, landið bygg- tst. Svo finnst kopar í fjalli. Upp frá því skiptast menn ií tvo flokka: sumir yrkja Jorðina, aðrir hlaupa á eftir peningum. Allir nema einn. Hann tilheyrir báðum Og þó hvorugum. Þetta er að mörgu leyti oskýrasta en jafnframt mikilsverðasta Persóna bókarinnar: Geissler. Og hver er Geissler? Er hann Godot, sem heðið er eftir? Er hann duttlungarfullur spekúlant? Fitt er víst. Hann flytur mönnum lmðskap bókarinnar. Kannski er Geissler Knut Hamsun. Þessi saga er nefnilega ekki fyrst og fremst saga atburða, það er ekki sögu- þráðurinn sem skiptir mestu máli. Höf- undur er að þessu leyti ekki hinn hlut- Iausi, sem birtist allt í einu og grípur í taumana, tekur fram í fyrir sögunni. Al- veg eins og Geissler. Og hver er boðskap- urinn? Geissler segir: „Þið eruð þarna samvist- um við himin og jörð og eruð samgróin þeim, eruð samgróin víðáttunni. Þið þurf- ið ekki sverð í hönd, þið gangið gegn líf- inu herhent og herhöfðuð, umvafin djúpri vináttu. Sjáðu, þarna er náttúran, þú og þínir eiga hana. Manneskjan og náttúran skjóta ekki úr fallbyssum hvor á aðra, þær virða hvor annarrar rétt, þær keppa ekki hvor við aðra, þreyta ekki kapphlaup eftir neinu, þær fylgjast að.......Þið hafið allt af að lifa, allt fyrir að lifa, allt á að trúa, þið fæðist og framleiðið, þið eruð ómissandi á jörðinni, það eru ekki allir sém eru það, en þið eruð það: ómissandi á jörðinni. Þið viðhaldið lífinu. Frá kyn- slóð til kynslóðar eruð þið til, í einskærri frjósemi, og þegar þið deyið tekur hinn nýi gróður við. Það er þetta sem átt er við með erlífu lífi.“ Þessi boðskapur er ekki nýr en hann er ekki lakari fyrir það. Bókin er skrifuð á þeim tímum er nútíminn er að sigra, þegar maðurinn er að hætta að vera drottnari jarðarinnar og peningurinn að verða drottnari mannsins. Gegn þessum sigri peninganna skrifar höfundurinn. Geissler segir við son tsaks: „Það ættu að vera þrjátíu og tvö þúsund kallar í landinu eins og hann faðir þinn.“ — Það ber að rækta sinn garð, stendur i Birtingi Voltairs. Stíll höfundar er bæði þungur og breið-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.