Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 79

Félagsbréf - 01.12.1960, Qupperneq 79
félagsbréf 77 Stutt saga með löngu nafni Halldór Stefánsson: Sagan af manninum sem steig ofan á höndina á sér. Heimskringla, Reykjavík 1960. 188. bls. Rithöfundurinn Halldór Stefánsson er kunnur fyrir fyrri bækur sínar, söfn smásagna og smáleikrita. Margar þessar sögur hafa vakið verðskuldaða athygli, einkum fyrir stíl og ýmiss konar nýstár- lega uppáfinningasemi höfundar. Má í t>ví sambandi til dæmis minnast sögunn- ar Innan sviga, sem að formi og efnis- meðferð kom manni skemmtilega á óvart. Þetta var löng smásaga, og er mér það vel minnisstætt hve mér þótti hún skemmti- leg aflestrar og hversu vel hún hélt huga manns við efnið. I þetta sinn kemur frá þessum höfundi skáldverk, sem ekki getur talizt skáldsaga i venjulegum skilningi, heldur önnur stutta smásagan til, og henni hefur hann valið hið furðulega heiti Sagan af mann- inum sem steig ofan á höndina á sér, ng þykir víst mörgum nóg um nafngiftina. Saga þessi skiptist í tólf stutta kafla. Gerist hún að mestu í litlu sjávarþorpi uti á landi og hér í Reykjavík, og segir frá ungum sjómanni, Helga Jóni, er verð- ur fyrir því einstaka óláni að stíga ofan á höndina á sér og slasa sig þannig, að hann verður frá sjómennsku um nokkurt skeið. Lækninum og fleirum leikur hugur á ttð vita nánari atvik að slysinu, og þannig mun einnig mörgurn lesandanum farið. En Iíelgi Jón er ákveðinn í því að láta þeim ekki verða kápan úr því klæðinu, finnst þetta alveg óþörf hnýsni f einka- mál sín og það sýnist höfundinum einnig, þvi að aldrei fær neinn frekar um þetta að vita, hversu oft og mjög sem hann læt- ur að þessu liggja, og raunar ræður þetta atvik að nokkru leyti örlögum hans í sög- unni. Fyrir slysni sína komst Helgi Jón ekki á sjóinn og ráfar því í hálfgerðu eirðar- leysi um þorpið og verður fyrir aðkasti gárunga. Hann er viðkvæmur og dulur í lund og tekur þetta nærri sér, en ekki lætur hann undan þeim, sem vilja vita nánari atvik að slysinu. Honum verður gengið inn til ekkjunnar Guðnýjar, sem er ein með fimm börn í kotinu. Þar er honum tekið vel, boðið upp á kaffi og almennilegt viðmót, sem honum þykir gott í einstæðingsskapnum. Þetta artar sig síðan þannig, að hann fer að sænga hjá ekkjunni, og auðvitað endar það á þann veg, að hún verður barnshafandi, en elztu dóttur ekkjunnar, Siggu, sem langar að fara suður til að læra dans, líkar þessi samdráttur þeirra stórilla, því að hún fellir ástarhug til Helga Jóns, og ekki er laust við', að hann hafi gefið henni auga. Þegar Helgi Jón hefur náð sér það vel i hendinni, að hann getur farið að vinna, ákveður hann að fara suður. Þar kemst liann bráðlega í vinnu á Keflavíkurflug- velli, og jafnframt lendir hann í neti fólks, sem hefur atvinnu af húsaleiguokri, húsabraski, smyglverzlun og ýmislegum öðrum ólöglegum og skuggalegum við- skiptum. Þetta er flest hið mesta illþýði, sem notar Helga Jón eins og hvem annan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.